Bergmál - 01.05.1955, Side 67

Bergmál - 01.05.1955, Side 67
JÓN HRAK (Brot) Kirkjubækur þar um þegja — þó er fyrst af Jóni að segja, hann skauzt inn í ættir landsins utanveltu hjónabandsins. Snemma var hann kenjakrakki, kúrði er aðrir voru á flakki, vakti í þrá við þekktarhæfi, þegar fóstran vildi hann svæfi. Þó hann eltist á var stagast: aldrei gæti Jónki lagazt! Hann varð fyrir öllu illu, allra skömm á rangri hillu. Félaus varð að flækingsgreyi, fór þó sjaldan þjóðarvegi. tálma lét sér torfærð neina, tíndi upp fáséð grös og steina. Frekjulaust var, að hann ætti einhver mök við hulda vætti. Erindi hann orti líka um það, sem menn vildu ei flíka nema svona í hálfum hljóðum heima og í veizlum góðum. Hegðun sú var hefndarefni — „hrak“ hann fékk að viðurnefni. Það var svo sem sýnilegur sá, sem gekk hann, slysavegur. og hann stefndi í átt til fjandans á afturfótum tíðarandans. Hríðin blés með hörkuafli. Helfrosinn lá Jón í skafli. Alltaf hafði hann sama sinni, Svona að deyja i ótíðinni! Enn til meins og mæðu varð hann mönnum, sem að urðu að jarða hann. Þegar átti að husla hræið, hart og þykkt var frostalagið, klakalög á aðra alin, illgræf jör.ð í legstað valin. Svo var leiða þúfna þrcngdin, það fékkst varla grafarlengdin. Jörðu á og í er snauðum ofaukið jaínt lífs og dauðum. Þá kvað einn: „Við úrráð höfum! Út og suður karlinn gröfum. Ei þarf lubbinn óvandaður eins að liggja og dánumaður." Eftir japl og jaml og fuður Jón var grafinn út og suður. — Kveld það tóku hvílunáðir kúgaþreyttir grafmenn báðir. Geig við það ei gátu flúið: gröfin hafði öfugt snúið. Var það óljós óró, síðast ögn á dauðum bjálfa að níðast? Eða hræddu hugi þanninn hindurvitni um kynjamanninn? Hvort sem var nú, við þeir lágu vonda drauma og illa sváfu. Kveðandi í hverjum blundi kom hann Jón og skaif og stundi. Heljarsár og svalur klaki sagði hann væri að kirkjubaki, afturgenginn orti vers um ónotin að liggja þversum. Já, sú ending ekki að lofa útafdauðu fólki að sofa! — Meðan nokkrir, satt að segja, svipað Jóni lifa og deyja, lengi í þessum heimska heimi hætt er við menn illa dreymi. Stephan G. Stephansson.

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.