Bergmál - 01.12.1955, Blaðsíða 61

Bergmál - 01.12.1955, Blaðsíða 61
B E R G M Á L 1955 þvaðra við hana,“ sagði Sara með ströngum svip. „Héðan í frá skulum við hafa betur, við skulum vera stoltar og borgin- mannlegar.“ Og hún bætti við í alvöruþrungnum aðvörunarróm: „Á sunnudaginn verður þessu andstyggilega verki lokið-.“ Dag nokkurn þrem vikum seinna, stóð Sara íklædd sínu fegursta skarti, sem var viða- mikill svartur silkikjóll, með ryðleitum blæ hér og þar. Allar hinar konurnar voru hjá henni. Sara hafði þegar sett upp hátíð- legan svip, en var dálítið rjóð í kinnum. „Komdu með medalíuna mína, Ena,“ bað hún. Ena rétti hina löngu gull- festi með stóra meninu yfir höf- uð Söru sem stakk meninu, (en í því var mynd og hárlokkur af manninum hennar sáluga), undir kjólfaldinn framan á brjósti sér. „Láttu nú ekki hugfallast," kjökraði Jane, sem næstum alltaf var full ótta og volæðis. „Láttu þau nú eki bíta úr þér bakfiskinn.“ „Þau munu ekki bíta bakfisk- inn úr mér,“ svaraði Sara móðg- uð, „ekki einu sinni þó þau væru Indíánar öll upp til hópa.“ „Það er nú vissast að sitja á strák sínum og hegða sér eins og dömu sæmir,“ sagði Cissie, sem einhverntíma hafði verið herbergisþerna. Lizzie batt hettuböndin fast undir hökuna á Söru. „Ekki svona fast,“ tautaði hún, „ég get ekki einu sinni opnað munninn.“ Blómvöndur úr tilbúnum fjól- um gægðist upp undan hettu- barðinu. Hún lagð tímanlega af stað, allar konurnar fylgdu henni úr hlaði og gáfu henni góð ráð og uppörvanir, tvær grétu. Báðu hana að minnast á þetta eða hitt sem þær höfðu verið svipt- ar. Gleyma ekki Chrissie, sem bað um gin daginn sem hún dó, en mátti ekki fá það. Sara studdi sig fast við regnhlífina og hóf för sína til fundarhússins. Sólin skein á ryðlitan silkikjól- inn. Hún leit hvorki til hægri eða vinstri en þrammaði eins og gamall stríðsklár, sem hefur vaknað til dáða aftur við að heyra fallbyssuskot. Hún var talsvert móð, þegar hún kom að fundarhúsinu. Nefndarmeðlimirnir sátu við langt borð og sneru andlitum að henni. „Komið inn fyrir frú Crump,“ sagði presturinn vingjarnlega, „gjörið svo vel að setjast þarna.“ Hann benti á tóman stól. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.