Bergmál - 01.12.1955, Page 61

Bergmál - 01.12.1955, Page 61
B E R G M Á L 1955 þvaðra við hana,“ sagði Sara með ströngum svip. „Héðan í frá skulum við hafa betur, við skulum vera stoltar og borgin- mannlegar.“ Og hún bætti við í alvöruþrungnum aðvörunarróm: „Á sunnudaginn verður þessu andstyggilega verki lokið-.“ Dag nokkurn þrem vikum seinna, stóð Sara íklædd sínu fegursta skarti, sem var viða- mikill svartur silkikjóll, með ryðleitum blæ hér og þar. Allar hinar konurnar voru hjá henni. Sara hafði þegar sett upp hátíð- legan svip, en var dálítið rjóð í kinnum. „Komdu með medalíuna mína, Ena,“ bað hún. Ena rétti hina löngu gull- festi með stóra meninu yfir höf- uð Söru sem stakk meninu, (en í því var mynd og hárlokkur af manninum hennar sáluga), undir kjólfaldinn framan á brjósti sér. „Láttu nú ekki hugfallast," kjökraði Jane, sem næstum alltaf var full ótta og volæðis. „Láttu þau nú eki bíta úr þér bakfiskinn.“ „Þau munu ekki bíta bakfisk- inn úr mér,“ svaraði Sara móðg- uð, „ekki einu sinni þó þau væru Indíánar öll upp til hópa.“ „Það er nú vissast að sitja á strák sínum og hegða sér eins og dömu sæmir,“ sagði Cissie, sem einhverntíma hafði verið herbergisþerna. Lizzie batt hettuböndin fast undir hökuna á Söru. „Ekki svona fast,“ tautaði hún, „ég get ekki einu sinni opnað munninn.“ Blómvöndur úr tilbúnum fjól- um gægðist upp undan hettu- barðinu. Hún lagð tímanlega af stað, allar konurnar fylgdu henni úr hlaði og gáfu henni góð ráð og uppörvanir, tvær grétu. Báðu hana að minnast á þetta eða hitt sem þær höfðu verið svipt- ar. Gleyma ekki Chrissie, sem bað um gin daginn sem hún dó, en mátti ekki fá það. Sara studdi sig fast við regnhlífina og hóf för sína til fundarhússins. Sólin skein á ryðlitan silkikjól- inn. Hún leit hvorki til hægri eða vinstri en þrammaði eins og gamall stríðsklár, sem hefur vaknað til dáða aftur við að heyra fallbyssuskot. Hún var talsvert móð, þegar hún kom að fundarhúsinu. Nefndarmeðlimirnir sátu við langt borð og sneru andlitum að henni. „Komið inn fyrir frú Crump,“ sagði presturinn vingjarnlega, „gjörið svo vel að setjast þarna.“ Hann benti á tóman stól. 59

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.