Bergmál - 01.12.1955, Page 66

Bergmál - 01.12.1955, Page 66
VERÐLAUNAÞRAUT Hér á síðunni á móti (3. kápusíðu) sjáið þið tígul, sem samsettur er úr eintómum tölum, en neðst við hann stendur ,.start“ og táknar að byrja á að draga strik þaðan eftir vissum reglum þar til komið er upp í topp, þar sem stendur „mal“. Hjá „start“ stendur talan 3, og það táknar það. að frá þeirri tölu má færa sig um þrjú sœti (og aðeins þrjú, hvorki fleiri né fœrri) í hvaða átt sem hægt er. ------ TIL DÆMIS: Frá einhverri tölu í miðjum tíglinum er um átta leiðir að velja. —• Nú skulum við líta á töluna 2, sem er einmitt í miðju tígulsins, og gera ráð fyrir að við værum komin þangað á leið okkar upp í markið í toppnum. Þaðan getum við farið: 1) lóðrétt upp, og lendum við þá aftur á tölunni 2. — 2) Eftir skálínu upp á við til hægri. og þá lendum við á tölunni 3. — 3) Lárétt til hægri, yfir á töluna 4. — 4) Eftir skálínu niður á við til hœgri, og á töluna 2. — 5) Lóðrétt niður, en þá lendum við á auðum reit (sjá þar um, neðar). 6) Eftir skálínu niður á við til vinstri, yfir á töluna 3. — 7) Lárétt til vinstri, yfir á töluna 7. — 8) Að lokum eftir skálínu upp á við til vinstri, yfir á töluna 2.------ Frá start-tölunni er því um þrjár mögulegar leiðir að velja, nefnilega: Eftir skálínu upp á við til vinstri, og lendum við þá á tölunni 5. — Lóðrétt upp, á töluna 4. — Og eftir skálínu upp á við til hægri, en þá lendum við á töluna 7. Frá þeim reit, sem maður velur til að draga strikið á frá start- staðnum, má maður fœra sig um jafnmarga reiti og talan þar segir til um.-------- Lendi maður á auðum reit, á að byrja að nýju á start-tölunni. — Þrautin er sem sagt, í því fólgin að komast upp í topp (mál) tígulsins, eftir þessum reglum. Það er aðeins til einn möguleiki við að leysa þessa þraut. Sendið lausnir til Bergmálsútgáfunnar, Kópavogsbraut 12, Kópa- vogi fyrir áramótin. I. VERÐLAUN: Ársáskrift Bergmáls. II. VERÐLAUN: Einn af eldri árgöngum Bergmáls. 64

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.