Stjörnur - 01.02.1950, Page 11

Stjörnur - 01.02.1950, Page 11
er gestur í ýmsum merkum leik- húsum, en hún þykir ágæt leik- kona. Nú fyrir skömmu kom upp eldur í leikhúsi, þar sem hún var að leika. Hún gekk þá fram á svið- ið og sagði áheyrendum að ekkert væri að óttast, íkviknunin hefði aðeins verið mjög smávægileg og myndi engum spjöllum valda, ef fólk tæki þessu með stillingu. Hún fór svo að segja smellnar gaman- sögur og gat með því komið í veg fyrir að fólkið yrði tryllt af hræðslu og træði hvert annað undir, eins og oft á sér stað við slík tækifæri. Mun það vera eins dæmi að hægt sé að halda fólki þannig í skefjum. Eldurinn var svo slökktur á svipstundu og leik- urinn hélt áfram eins og ekkert væri. * * Clark Gable þykir mjög gam- an að bílum og öllu sem þeim til- heyrir. Hann er hinn slyngasti bílaviðgerðamaður þegar því er að skipta. Hann hefur oft sagt við vini sína: „Ef eitthvað er að skrjóðnum ykkar, þá er bara að hringja og ég kem strax og geri við hann.“ Fleiri en leikarar myndu gjarna þiggja boðið, ef þeir vissu síma- númer Clark Gable, og væri þá hætt við að hann hefði lítinn tíma til að sinna öðru Vinir hans taka tilboðið því ekki of hátíðlega. Greer Garson aftur í hlutverki Mrs Miniver. * * Greer Garson dvelur nú í Lundúnum. Þar er hafin undir- búningur að framkalli á Mrs Miniver, og mótleikari hennar verður einnig nú Walter Pidgeon. Nýlega var hún gestur í Golders Green Hippodrome leikhúsinu, þar sem hún kom fyrst fram og sló í gegn fyrir mörgum árum. Hún var kölluð fram á leiksviðið og hyllt ákaflega, fólkið linnti ekki látum fyrr en hún ávarpaði það. *' „Kim“, hin fræga drengjasaga Rudyard Kiplings verður nú kvikmynduð og leikur Dean Stockwell titilhlutverkið. Mynd- in verður tekin í Indlandi og verð- ur litmynd. Errol Flynn á að leika Rauðskegg. STJÖRNUR II

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.