Stjörnur - 01.02.1950, Blaðsíða 14

Stjörnur - 01.02.1950, Blaðsíða 14
og rak leikskóla. Hún var nokkuð eldri en Clark. Hún fullvissaði hann um að hann gæti orðið mik- ill leikari — en Clark var einmitt um þessar mundir að missa trúna á sjálfum sér og var næst skapi að yfirgefa leiklistina. Leikkona þessi vakti á ný áhuga hans og lagði sig fram um að kenna hon- um. Hún útvegaði honum svo fasta stöðu við eitt leikhúsið í borginni — það var að vísu ekki í neinni heimsborg — og Clark hlaut hinar beztu viðtökur. Upp úr þessu giftu þau sig. Það var ár- ið 1924. Þá var hann 22 ára gam- all. Hjónaband þeirra Clarks og Josephinu var sex ára gamallt. Þeim kom þá saman um að skilja, og Clark hélt til New York. í New York var Clark öllum ó- kunnur. En hvernig sem það at- vikaðist komst hann í kynni við ríka ekkju, sem hann giftist. Hún hét Rita Langham og var 10 árum eldri en hann. Lét hún huggast og lifðu þau glöð og ánægð saman í nokkra mánuði, hún vildi hafa Clark fyrir sig, en kærði sig ekk- ert um að hann væri að leika, En nú kom auðvitað stjörnuuppgötv- ari til sögunnar og „fann“ Clark Gable og um leið var því hjóna- bandi slitið, — „Þau skildu sem vinir“, stendur skrifað. Aðrar heimildir segja að Rita hafi átt sinn þátt í því að koma Clark til vegs og frama, en þegar hún hafði orðið þess áskynja að hann var orðinn hrifinn af Carole Lombard hafi hún dregið sig í hlé. Það var Metro-Goldwyn-May- er-kvikmyndafélagið, sem var svo heppið að uppgötva Clark Gable, — og var þó fæstum ljóst í fyrstu hvílíkur fengur var í þessum unga leikara. En strax þegar fyrsta kvikmynd hans kom fram, vissu bíógestirnir að hér var upprisinn mikill spámaður, eða réttara sagt upprunnin mikil stjarna. Framhald sögu Clark Gable þekkja flestir. Hina skömmu ham- ingjusögu hans og hinnar fögru og vinsælu Carole Lombard, sem hann giftist næst, kunna allir. Nú fyrst var Clark hamingjusamur. En í upphafi stríðsins 1942 fórst Carole Lombard í flugslysi. Harm- aði Clark hana mjög. Sjálfur gerð- ist hann nú flugmaður í Banda- ríkjaher og gat sér góðan orðstír. Eftir 3 og hálfs árs herþjónustu hvarf Clark Gable svo loks í stríðslok aftur til Hollywood og var fagnað þar eins og þjóðhöfð- ingja, er hann kom. Þegar það fréttist að Clark væri kominn til Hollywood, gáfu blöð- in út fregnmiða, þar sem skrifað stóð: „Clark Gable er kominn aft- ur“, og aukaútgáfur blaðanna, sem fylgdu í kjölfar miðanna, seldust svo ört að hinar hraðvirku prentvélar höfðu ekki undan. X4 STJÖRNUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.