Stjörnur - 01.02.1950, Side 17

Stjörnur - 01.02.1950, Side 17
Hún kom um miðnætti Smásaga eftir H. A. Hall DYRABJALLAN HRINGDI svo ákaft að hljómur hennar lék um allt húsið. Haraldur spratt ó- sjálfrátt á fætur. Hvað var um að vera? Honum hafði brugðið við, er kyrrð hússins og einmanaleiki var rofin með þessum hætti svo seint að kvöldi. Klukkan var langt gengin tólf. Hann flýtti sér til dyra og kveikti ljósið í forstof- unni. Nú var loks hætt að hringja, en í þess stað barið á dymar, og óttaslegin kvenrödd hrópaði: — Opnið fljótt, opnið fljótt! Þegar hann opnaði varpaði ung stúlka sér í fang hans. Er hann hafði lokað hurðinni fór hún loks að jafna sig, en hún skalf samt af geðshræringu. — Þér megið til að afsaka mig, sagði hún. Eg sá ekkert annað ráð en að leita hingað. Eg var á heim- leið, en tveir karlmenn hafa veitt mér eftirför. Eg er viss um að þeir hafa eitthvað illt í hyggju. Þegar ég sá ljósið hjá yður ... Ó, ég er svo þreytt. Haraldur virti stúlkuna snöggv- ast fyrir sér á meðan hún lét móð- an mása. Hún var vel til fara, í loðkápu og prúðbúin, eins og hún væri að koma úr leikhúsi eða af hljómleikum. Hún var ung, ó- venju lagleg, hárið ljóst. Og nú fyrst brosti hún. — Verið þér velkomin, sagði Haraldur. Hann átti því ekki að venjast að ungar stúlkur heim- sæktu hann, sízt á þessum tíma sólarhringsins. Hann var ekkert kvennagull. Hann bjó einsamall í þessu litla, snotra húsi. Hann var maður á fertugsaldri, kennari, einmana og ættingjalaus, en vel efnum búinn. Hann átti þetta hús og þar voru innanstokks margir verðmætir listmunir. Hann opnaði dyrnar að skrif- stofu sinni og sagði: — Gjörið svo vel. Það mætti kannski bjóða yður kvöldte, þótt seint sé. Eg er vanur því að vaka dálítið frameftir. — Þakka yður fyrir, sagði unga stúlkan hæverkslega, um leið og hann hjálpaði henni úr kápunni. STJÖRNUR 17

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.