Stjörnur - 01.02.1950, Blaðsíða 17

Stjörnur - 01.02.1950, Blaðsíða 17
Hún kom um miðnætti Smásaga eftir H. A. Hall DYRABJALLAN HRINGDI svo ákaft að hljómur hennar lék um allt húsið. Haraldur spratt ó- sjálfrátt á fætur. Hvað var um að vera? Honum hafði brugðið við, er kyrrð hússins og einmanaleiki var rofin með þessum hætti svo seint að kvöldi. Klukkan var langt gengin tólf. Hann flýtti sér til dyra og kveikti ljósið í forstof- unni. Nú var loks hætt að hringja, en í þess stað barið á dymar, og óttaslegin kvenrödd hrópaði: — Opnið fljótt, opnið fljótt! Þegar hann opnaði varpaði ung stúlka sér í fang hans. Er hann hafði lokað hurðinni fór hún loks að jafna sig, en hún skalf samt af geðshræringu. — Þér megið til að afsaka mig, sagði hún. Eg sá ekkert annað ráð en að leita hingað. Eg var á heim- leið, en tveir karlmenn hafa veitt mér eftirför. Eg er viss um að þeir hafa eitthvað illt í hyggju. Þegar ég sá ljósið hjá yður ... Ó, ég er svo þreytt. Haraldur virti stúlkuna snöggv- ast fyrir sér á meðan hún lét móð- an mása. Hún var vel til fara, í loðkápu og prúðbúin, eins og hún væri að koma úr leikhúsi eða af hljómleikum. Hún var ung, ó- venju lagleg, hárið ljóst. Og nú fyrst brosti hún. — Verið þér velkomin, sagði Haraldur. Hann átti því ekki að venjast að ungar stúlkur heim- sæktu hann, sízt á þessum tíma sólarhringsins. Hann var ekkert kvennagull. Hann bjó einsamall í þessu litla, snotra húsi. Hann var maður á fertugsaldri, kennari, einmana og ættingjalaus, en vel efnum búinn. Hann átti þetta hús og þar voru innanstokks margir verðmætir listmunir. Hann opnaði dyrnar að skrif- stofu sinni og sagði: — Gjörið svo vel. Það mætti kannski bjóða yður kvöldte, þótt seint sé. Eg er vanur því að vaka dálítið frameftir. — Þakka yður fyrir, sagði unga stúlkan hæverkslega, um leið og hann hjálpaði henni úr kápunni. STJÖRNUR 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.