Stjörnur - 01.02.1950, Page 24

Stjörnur - 01.02.1950, Page 24
Fyrstu kynni * Sannar frásagnir * Tíundagrein. Kaldar kveðjur í fyrstu. ÞAÐ VAR á þeim árum, sem ég var í siglingum. Og nú haldið þið auðvitað að ég ætli að fara að segja frá spennandi ástarævin- týri í framandi hafnarborg. Nei, órómantízkara getur engin kynn- ing milli manns og konu borið að en okkar. Tvö norðurlandaskip biðu í hafnarmynninu við Llanelly í Wales eftir því að leiðsögumaður kæmi og stýrði þeim inn í höfn- ina .En það drógst að hann kæmi, vegna þess að ekkert bryggju- pláss var laust. Eg var á öðru þeirra, sænskum dalli, sem hét „Móses“, hitt skip- ið var finnskt. Að gamni mínu reri ég yfir að finnska skipinu á einni skipsjullunni. Þegar ég kom um borð varð fyrst fyrir mér stúlka, all stórvaxin og kraftaleg, hún hallaði sér fram yfir borð- stokkinn og var að hreinsa mat- arúrgang innan úr potti, ég sá því ekki framan í hana, og hún varð mín ekki vör. Ekki veit ég hvað yfir mig kom, en áður en ég vissi af hafði ég sparkað í rassinn á stúlkunni. Henni brá auðvitað illa við þessa kaldranalegu kveðju, en áður en mig varði hafði hún rekið mér vel útilátinn löðrung, og síðan fossuðu yfir mig skammaryrðin hárri raustu í stríðum straumi. Hún talaði fixmsku, svo ég skildi ekki stakt orð, en þegar hún átt- aði sig á því sneri hún skömmun- um upp á sænsku, síðan á ensku og jafnvel fleiri tungur. Ég sagði ekki neitt, aðeins starði á hana. Hún var klædd karlmannabuxum, en með svuntu og skuplu, andlitið var ekki fag- urt álits, blóðrautt af reiði, og há var hún a. m. k. 180 cm. Ég var nú enginn dvergur held- ur, svo ekki varð ég hræddur. Ég fór samt að huga að bátnum, sem ég hafði tyllt lauslega hinummeg- inn við skipið. En stúlkan fylgdi mér eftir og var enn í vígahug. — En um leið og ég beygði mig nið- ur að borðstoknum til að festa taugina rauk hún á mig, greip um fætur mínar og kastaði mér um- svifalaust fyrir borð. Ég fór strax á bólakaf. Til allrar hamingju var ég vel 24 STJÖRNU*

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.