Stjörnur - 01.02.1950, Page 25

Stjörnur - 01.02.1950, Page 25
Ég gat ehki stillt mig um að gefa henni spark. syntur. Sjórinn var volgur og ég synti strax að jullunni, sem hékk í tauginni aftur með skipinu. En vegna þess að þetta var prammi varð ég að fara upp í hann að aftan. En stúlkan þóttist víst ekki enn hafa fullgoldið mér sparkið, hún greip í taugina og dró pramm- ann til, svo að ég komst ekki upp í hann. En nú sá ég samt að henni var runnin reiðin, í stað þess lék glettnisbros um varir hennar. Hásetar af báðum skipunum höfðu nú uppgötvað hvað um var að vera, og hlógu menn dátt að í öllum áttum. Að lokum mun stúlkunni hafa þótt nóg að gert, hún leysti fanglínuna og sleppti henni. Náði ég þá strax tökum á prammanum, komst upp í hann og réri holdvotur eins og barinn og kaffærður hundur til félaga minna, sem þótti að vonum ég hafa farið htla frægðarför. En um kvöldið, þegar bæði skipin voru komin upp að bryggju og lágu hlið við hhð, kom stúlk- an um borð til okkar. Þá var hún stjörnur 25

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.