Stjörnur - 01.02.1950, Page 30

Stjörnur - 01.02.1950, Page 30
Róimuitíska vibn. Ástarævintýri með gerfistjörnum fyrir 50 dollara. MARGT ER skrítið í Har- moníu og margt finna þeir upp í Ameríku til þess að græða á. I New York er fyrirtæki sem heitir „Rómantíska vikan“. Fyrir ákveðið gjald — 50 dollara — tryggja þeir hverjum, sem hafa vilja, sjö daga lúxuslíf. Og skrif- stofustúlkurnar, afgreiðsludöm- urnar og verksmiðjumeyjarnar sem allt árið um kring verða að kúldrast innan fjögurra veggja og geta sjaldnast leyft sér að kom- ast út fyrir borgina um helgar, láta sig dreyma um nokkurra daga rómantísk ævintýri í fögru umhverfi, fjarri skarkala stór- borgarinnar. Og ekki aðeins stúlkurnar vilja borga drjúgan skilding fyrir eina hamingjuviku á ári. En einkum eru það þó stúlkurnar, sem bíta á krókinn. Það er heldur ekki sparað að auglýsa vel þessa sæluviku. Stór spjöld með glæstum myndum af smáhúsahverfi með lystigörðum og skemmtistöðum, eru hengd í nágrenni verksmiðja og stórra verzlunar- og skrifstofubygginga. Þar eru skráðar með stóru letri eftirfarandi spumingar: „Viljið þér láta Clark Gable bjóða yður velkomna eða óskið þér frekar eftir að mæta Gary Cooper? Hafið þér nokkuð á móti því að hafa Esther Williams fyrir borðdömu eða spila tennis við Janette McDonald? Og þetta kostar yður aðeins 50 dollara. Greiðið smátt og smátt. Einn dollar á viku, og yður er borgið!“ En einn dollar á viku er ekki smápeningar fyrir fátækt fólk. Hjá flestum vinnandi stúlkum er það t. d. áttundi—tíundi hluti vikulauna þeirra. Slíkt geta því þeir aðeins leyft sér, sem ekki hafa fyrir Öðrum að sjá en sjálf- um sér, og því aðeins að þeir neiti sér um allan munað og skemmtanir allt árið. Vikulega kaupir hann eða hún sér dollara- miða. Þegar þeir eru orðnir 50 30 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.