Stjörnur - 01.02.1950, Síða 32
Og hversu undrandi verður ekki
vinkona okkar, er hún stígur úr
lestinni í kvöldrökkrinu og sér
tvær ungmeyjar standa með
blómsveigum skreytt ljósaskilti,
þar sem öðruhvoru kviknar og
slokknar á mislitum perum, og
hún les: „Velkomin til okkar,
María!“ Ungur maður réttir henni
hönd, það ætlar næstum því að
líða yfir hana. Þetta er þó ekki
sjálfur Robert Taylor? Ósköp er
maðurinn líkur honum? í sömu
svipan hefur hljómsveit upp
dýrðlegan óð og blaðaljósmynd-
ari skýst fram og tekur mynd af
dömunni og herranum hennar.
Það hefði ekki verið meira við-
haft þótt hún hefði verið fræg-
asta kvikmyndadís frá Holly-
wood.
Og hinn yndislegasti bíll bíður
þeirra. Og þeim er ekið í sjálft
ævintýralandið, hverfi í útjaðri
borgarinnar, sem aðeins hefur
verið reist í þessu augnamiði.
Þar verður Robert Taylor því
miður að kveðja. — Hann þarf
að hverfa aftur til brautarstöðv-
arinnar til að taka á móti nýjum
Maríum, um það getur hann að
sjálfsögðu ekki. Þetta eru fyrstu
vonbrigði Maríu vinkonu okkar.
En hún hefur ekki mikinn tíma
til að hugsa um þetta. Ný undur
mæta henni. Herbergið, sem
henni er vísað til, er svo dýrð-
legt, að það gefur ekkert ‘ eftir
Þetta er nú Gary Cooper i eigin persónu
því allra glæsilegasta, sem hún
hefur séð í kvikmyndum — Og
allt er eftir þessu.
Þegar hún hefur jafnað sig eft-
ir ferðalagið er einmitt kominn
tími til að borða kvöldverð og
Van Johnson kemur og spyr hvort
sér megi veitast sú ánægja að
fylgja henni til borðs. Og aldrei
hefði hún trúað því, að henni
ætti eftir að mæta slík dýrð:
Veitingasalurinn er fullur af ungu
fólki og hvert sem hún lítur eru
þekkt Hollywood-andlit. Við eitt
32 STJÖRNUR