Stjörnur - 01.02.1950, Blaðsíða 36

Stjörnur - 01.02.1950, Blaðsíða 36
Ég kem seint heim, þú skalt ekki halda þér vakandi til að bíða eft- ir mér. — Sótaduftið skal vera á sínum venjulega stað, svaraði hin skyldurækna húsmóðir. Hún kvaddi og fór. Það var hressandi að koma úr drungan- um inni, út undir gert loft, Þegar hún kom út á aðalstætið, rakst hún á gamlan kunningja, Pál að nafni. Páll var snyrtilegur maður á hennar aldri. Einu sinni höfðu þau verið góðvinir, gengið saman og skemmt sér, og líklega hefði Páll beðið hennar, ef hún hefði ekki farið að ánetjast hjá Georg allt í einu. Hún hafði af- sakað sig með því, að hún gæti ekki beðið í það óendanlega og óttaðist fátæktina. Þau heilsuðust glaðlega. Páll hafði verið fjarverandi nokkra mánuði og það gaf þeim hug- myndina að þau þyrftu að skemmta sér saman í kvöld. Sonja gleymdi kvikmyndahús- inu og leiðindunum. Og Páll gat naumast leynt hinum heillandi á- hrifum, sem hún hafði á hann. Þau fengu sér hressingu í kaffi- stofu, en brátt fannst þeim sá staður óyndislegur og komu sér saman um að fara í bjórstofu og setjast þar í næði. En þar var einnig krökt af fólki, svo að Páll stakk upp á því að þau færu eitt- hvað, þar sem þau gætu verið tvö saman. — En heim til mín getum við ekki farið, sagði hann. — Birgir situr við próflesturinn. Og reynd- ar hefur hann goldið húsaleiguna fyrir þennan mánuð. En hvernig er það með Georg? Er hann oft úti? Sonja skildi hvað bakvið lá, en vildi ekki gefa honum um of und- ir fótinn, en sagði blátt áfram: — Já, har.n fór út í kvöld. —• Hvenær kemur hann heim, spurði Páll ákafur. — Tólf til eitt. — Páli líkaði auðsjáanlega svarið. — Mér datt snöggvast í hug að fara heim til mín og reka Birgi út, sagði hanr.. En það er ekki nauð- synlegt. Kotnum heim til þín og röbbum bar saman. Þau stóðu upp. Plann borgaði greiðann, tók undir handlegg hennar og leiddi hana til dyra, dálítið reikull í spori. Þegar út í kvöldkulið kom, skýrðist hugsun hans og grunsemdir sóttu að honum. — Ertu nú alveg viss um að hann sé ekki heima? Heldurðu, að hann komi þá ekki þjótandi inn meðan við sitjum þar og geri upp- steit. Sonja var óþolinmóð. — Ó, þessir karlmenn, — hvað þið eruð heimskir. Auðvitað er hann ekki heima. Heldurðu, að ég 36 STJÖRNVR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.