Stjörnur - 01.02.1950, Qupperneq 36

Stjörnur - 01.02.1950, Qupperneq 36
Ég kem seint heim, þú skalt ekki halda þér vakandi til að bíða eft- ir mér. — Sótaduftið skal vera á sínum venjulega stað, svaraði hin skyldurækna húsmóðir. Hún kvaddi og fór. Það var hressandi að koma úr drungan- um inni, út undir gert loft, Þegar hún kom út á aðalstætið, rakst hún á gamlan kunningja, Pál að nafni. Páll var snyrtilegur maður á hennar aldri. Einu sinni höfðu þau verið góðvinir, gengið saman og skemmt sér, og líklega hefði Páll beðið hennar, ef hún hefði ekki farið að ánetjast hjá Georg allt í einu. Hún hafði af- sakað sig með því, að hún gæti ekki beðið í það óendanlega og óttaðist fátæktina. Þau heilsuðust glaðlega. Páll hafði verið fjarverandi nokkra mánuði og það gaf þeim hug- myndina að þau þyrftu að skemmta sér saman í kvöld. Sonja gleymdi kvikmyndahús- inu og leiðindunum. Og Páll gat naumast leynt hinum heillandi á- hrifum, sem hún hafði á hann. Þau fengu sér hressingu í kaffi- stofu, en brátt fannst þeim sá staður óyndislegur og komu sér saman um að fara í bjórstofu og setjast þar í næði. En þar var einnig krökt af fólki, svo að Páll stakk upp á því að þau færu eitt- hvað, þar sem þau gætu verið tvö saman. — En heim til mín getum við ekki farið, sagði hann. — Birgir situr við próflesturinn. Og reynd- ar hefur hann goldið húsaleiguna fyrir þennan mánuð. En hvernig er það með Georg? Er hann oft úti? Sonja skildi hvað bakvið lá, en vildi ekki gefa honum um of und- ir fótinn, en sagði blátt áfram: — Já, har.n fór út í kvöld. —• Hvenær kemur hann heim, spurði Páll ákafur. — Tólf til eitt. — Páli líkaði auðsjáanlega svarið. — Mér datt snöggvast í hug að fara heim til mín og reka Birgi út, sagði hanr.. En það er ekki nauð- synlegt. Kotnum heim til þín og röbbum bar saman. Þau stóðu upp. Plann borgaði greiðann, tók undir handlegg hennar og leiddi hana til dyra, dálítið reikull í spori. Þegar út í kvöldkulið kom, skýrðist hugsun hans og grunsemdir sóttu að honum. — Ertu nú alveg viss um að hann sé ekki heima? Heldurðu, að hann komi þá ekki þjótandi inn meðan við sitjum þar og geri upp- steit. Sonja var óþolinmóð. — Ó, þessir karlmenn, — hvað þið eruð heimskir. Auðvitað er hann ekki heima. Heldurðu, að ég 36 STJÖRNVR

x

Stjörnur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.