Stjörnur - 01.02.1950, Qupperneq 53

Stjörnur - 01.02.1950, Qupperneq 53
Stjörnusögur ÞEGAR Tyrone Power var á Italíu í fyrrasumar var um viku- tíma óvenju miklir hitar. Þá var það einhverju sinni í smábæ ein- um að hann beið eftir því að járnbrautarlest færi af stað og labbaði að kofa, sem var ná- lægt brautarstöðinni. Hundur einn sat rétt hjá kofanum og gelti ákaft. Tyrone Power sneri sér að manni, sem var við vinnu sína þarna og spurði hann hvers vegna hundurinn gelti svona mikið. „Það er hitinn,“ sagði maður- inn. „Hann er svona latur.“ „Finnst hundinum hitinn svona sár?“ „Nei,“ sagði maðurinn. „En hvers vegna er hann þá að gelta?“ „Það er vegna þess, að hann er svo latur.“ „En hvernig getur letin fengið hann til að gelta svona?“ „Jú,“ sagði maðurinn, „hund- kvikindið situr á gaddavírsrúllu og nennir ekki að rísa upp — en geltir svo af sársaukanum.“ BANDARÍSKA negratónskáld- ið George Gerswin spurði ein- hverju sinni stéttarbróður sinn, rússneska tónskáldið Stravinski, hvort hann vildi veita sér tilsögn í hljómfræði og hve mikið hann myndi taka fyrir tímann. — Hversu há árslaun hafið þér, spurði Stravinski. — Svona um það bil 100.000 dollara, svaraði Gershwin. Þá varð andartaks þögn, unz Stravinski mælti: — Væri þá ekki réttara að þér leiðbeinduð mér lítið eitt? MARGIR ERU sparsamir á smámuni, þótt eyðslusamir séu á margt annað. Stundum er þessi smámuna-sparsemi hlægileg, enda brosa vinir og kunningjar að henni í iaumi og ekki er það að undra, því að þetta er að vissu leyti hjákátlegt. En til eru frægir menn, sem eru samsekir í þessu; má þar telja ýmsa fræga kvik- myndaleikara. Þegar Edward G. Robinson kemur inn í listmunaverzlun og STJÖRNUR 53

x

Stjörnur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.