Goðasteinn - 01.09.2022, Blaðsíða 77
75
Goðasteinn 2022
síðar en nýta daginn á meðan bjart væri og fara inn fyrir Kerið til að kanna þar
aðstæður ef ske kynni að þar leyndust fleiri kindur.
Þegar rökkva tók ákváðu þeir félagar að snúa við og beindu kindunum sem
þeir höfðu fundið fyrr um daginn niður með Gilsá austan megin og fram af-
réttinn. Brátt hittu þeir þá Daða og Hallgrím, en hann hafði skilið eftir hest og
klyfjar í gangnamannaskálanum á Einhyrningsflötum. Þeir höfðu orðið varir
við sömu kindurnar, fylgdu þeim eftir um stund og ráku þær í átt til Fauskheið-
ar, en hættu fljótlega eftirförinni þegar birtu tók að bregða. Fjórmenningarnir
héldu því í kofann á Einhyrningsflötum og áttu þar kalda nótt á svefnloftinu.
Ekki höfðu þeir áformað að gista í skálanum en kindafundurinn varð þess
valdandi. Hringur, hestur Hallgríms, var inni í kofanum og naut þess að gæða
sér á töðunni sem hann hafði borið með sér.
Morguninn eftir var skýjað en gott verður og skyggni gott. Í birtingu fór
Sváfnir ásamt Árna og Daða að leita kinda en Hallgrímur lagði klyfjar á Hring
og hélt inn á Hellisvelli þar sem hann ætlaði að bíða félaga sinna í gömlum
aflögðum gangnamannakofa. Þremenningarnar komust nú brátt í tæri við kind-
urnar frá deginum áður. Þær tóku því treglega að láta reka sig í áttina að Fljóts-
hlíð því þær voru ættaðar frá Selalæk á Rangárvöllum og rétta leiðin heim lá
í þeirra huga hinum megin við Tindfjöll, eða á afrétti Rangvellinga, og þegar
nálgaðist Hellisvelli urðu þær latrækar. Í gili nokkru, rétt áður en komið var
niður á vellina, setti ein þeirra sig niður úr klettafláa og fram af allháum stalli.
Hún stöðvaðist á mjórri syllu með hengiflugi undir.
Nú urðu menn að meta hvort mögulegt væri að bjarga kindinni. Þegar hér
var komið sögu hafði Hallgrímur bæst í hópinn, hann hafði séð neðan af Hellis-
völlum hvernig í pottinn var búið. Ekki var fært niður á sylluna nema í kaðli og
það kom í hlut Sváfnis að fara í kofann til að sækja kaðalhönk svo hægt væri
að síga niður á sylluna. Það gerði yngsti maðurinn í hópnum, Daði Sigurðsson
á Barkarstöðum. Vel gekk að ná kindinni upp og hinar tvær náðust nærri. Var
nú féð leitt í böndum í kofann.
Þegar Sváfnir hóf að rekja úr kaðalhönkinni fundust honum félagarnir ögn
sposkir á svip. Hallgrímur spurði hvort hann hefði einskis orðið var í kofanum.
Sváfnir kannaðist ekki við að hafa séð neitt í kofanum, hann hafði bara ætt inn
og náð í kaðalinn. Enda sá hann lítið til, það voru viðbrigði að koma úr snjó-
birtunni inn í dimman kofann.
Þegar komið var niður á Hellisvelli var Sváfnir sendur fyrstur inn og sá þá
strax að eitthvað kvikt var við kofagaflinn. Hallgrímur hafði reynst fengsæll
en meðan hinir þrír fóru að sækja kindurnar frá Selalæk hafði hann farið inn í
Gilsárgljúfur norðan við Hellisvelli. Þar fann hann morauðu útgangsgimbrina