Goðasteinn - 01.09.2022, Side 96
94
Goðasteinn 2022
Hérna var ég getin, hugsaði Þrúður linnulaust. Hérna. Af þunglyndissjúk-
lingi og alkóhólista.
„Pabbi hefur þó áreiðanlega ekki verið dapur þá,“ sagði hún við lögreglu-
þjónana, „áreiðanlega bara svolítið hress, og mamma hlegið mikið, það er næsta
víst, kvöldið sem ég var getin.“
Dansgólfið var iðandi kös af líkömum, stóð í skýrslunni.
„Ég man ekki hverjir voru að spila en hendur og fætur og höfuð hreyfðu sig
í takt við tónana og ekki í takt, á alla vegu, án nokkurs þokka, bjórslettur um
allar trissur, hlátrasköll og fólk í sleik.“
Að henni sótti viðbjóður, hugsanir um að þetta gæti ekki verið satt, skyndi-
leg sannfæring um að þetta væri allt saman blekking, allt hárið, bera holdið,
svört munnopin á syngjandi unglingum eins og holræsi, dansgólfið svart munn-
op, gapandi eins og holræsi, þetta hlaut að vera lygi, þetta gat ekki verið satt.
(Skýrsla lögregluþjónanna)
„Mér leið eins og ég væri að kafna,“ sagði Þrúður, „sveitt myrkrið eins
og loðinn vökvi að safnast fyrir í lungunum –“
„Loðinn vökvi?“
„Loðinn vökvi. Og ég hrökklaðist yfir í anddyrið þar sem ljósið var óbæri-
lega gult, flísarnar klístraðar af sulli, allavega þrír náungar með bindi á höfðinu.
Allir þessir líkamar ullu mér ógleði, þessi fyrirlitlega óreiða og hvergi fann ég
það sem ég leitaði að, hvað sem það nú var.“
Hún nánast datt út í ferskt loftið.
Hérna, hugsaði Þrúður. Á þessu bílastæði, kannski akkúrat þarna, þar sem
stelpa frá Hellu var að daðra við strák sem var með henni í grunnskóla, Fjalar,
„sem káfaði einu sinni á mér í heitum potti, kannski var það akkúrat þarna sem
ég var getin.“
Þrúður gekk að þeim eins og í leiðslu.
„Er ekki allt í lagi?“ spurði Fjalar áhyggjufullur.
Þrúður svaraði honum ekki. Neistinn innra með henni – viðbjóðurinn, sann-
færingin – varð að báli og hönd hennar teygði sig eftir höfði stelpunnar frá
Hellu og greip í hár hennar, kippti, hún hrópaði upp fyrir sig.
„Tilfinningin sem skolaðist yfir mig var eins og að stinga sér í svalandi laug,
það rann af mér, og ég sá veröldina í réttu ljósi: þetta var Guð, þessi tilfinn-
ing, Njálsbúð kirkjan mín. Hljóðið sem andlit stelpunnar framkallaði þegar það
mætti krepptum hnefa mínum, það var bæn.“