Goðasteinn - 01.09.2022, Blaðsíða 96

Goðasteinn - 01.09.2022, Blaðsíða 96
94 Goðasteinn 2022 Hérna var ég getin, hugsaði Þrúður linnulaust. Hérna. Af þunglyndissjúk- lingi og alkóhólista. „Pabbi hefur þó áreiðanlega ekki verið dapur þá,“ sagði hún við lögreglu- þjónana, „áreiðanlega bara svolítið hress, og mamma hlegið mikið, það er næsta víst, kvöldið sem ég var getin.“ Dansgólfið var iðandi kös af líkömum, stóð í skýrslunni. „Ég man ekki hverjir voru að spila en hendur og fætur og höfuð hreyfðu sig í takt við tónana og ekki í takt, á alla vegu, án nokkurs þokka, bjórslettur um allar trissur, hlátrasköll og fólk í sleik.“ Að henni sótti viðbjóður, hugsanir um að þetta gæti ekki verið satt, skyndi- leg sannfæring um að þetta væri allt saman blekking, allt hárið, bera holdið, svört munnopin á syngjandi unglingum eins og holræsi, dansgólfið svart munn- op, gapandi eins og holræsi, þetta hlaut að vera lygi, þetta gat ekki verið satt. (Skýrsla lögregluþjónanna) „Mér leið eins og ég væri að kafna,“ sagði Þrúður, „sveitt myrkrið eins og loðinn vökvi að safnast fyrir í lungunum –“ „Loðinn vökvi?“ „Loðinn vökvi. Og ég hrökklaðist yfir í anddyrið þar sem ljósið var óbæri- lega gult, flísarnar klístraðar af sulli, allavega þrír náungar með bindi á höfðinu. Allir þessir líkamar ullu mér ógleði, þessi fyrirlitlega óreiða og hvergi fann ég það sem ég leitaði að, hvað sem það nú var.“ Hún nánast datt út í ferskt loftið. Hérna, hugsaði Þrúður. Á þessu bílastæði, kannski akkúrat þarna, þar sem stelpa frá Hellu var að daðra við strák sem var með henni í grunnskóla, Fjalar, „sem káfaði einu sinni á mér í heitum potti, kannski var það akkúrat þarna sem ég var getin.“ Þrúður gekk að þeim eins og í leiðslu. „Er ekki allt í lagi?“ spurði Fjalar áhyggjufullur. Þrúður svaraði honum ekki. Neistinn innra með henni – viðbjóðurinn, sann- færingin – varð að báli og hönd hennar teygði sig eftir höfði stelpunnar frá Hellu og greip í hár hennar, kippti, hún hrópaði upp fyrir sig. „Tilfinningin sem skolaðist yfir mig var eins og að stinga sér í svalandi laug, það rann af mér, og ég sá veröldina í réttu ljósi: þetta var Guð, þessi tilfinn- ing, Njálsbúð kirkjan mín. Hljóðið sem andlit stelpunnar framkallaði þegar það mætti krepptum hnefa mínum, það var bæn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.