Goðasteinn - 01.09.2022, Page 124

Goðasteinn - 01.09.2022, Page 124
122 Goðasteinn 2022 Þann 30. mars var haldin hátíð þar sem upphafi framkvæmda á skólasvæði á Hellu var fagnað. Í frétt sem birtist í fréttabréfi Rangárþings ytra og á vef sveitarfélagsins kom eftirfarandi fram: „Það var gleði og eftirvænting í lofti á Hellu meðal nemenda og starfsmanna leik- tónlistar- og grunnskólans í morgun þegar efnt var til sérstakrar skólahá- tíðar í tilefni af upphafi framkvæmda við uppbyggingu skólasvæðisins. Fjöldi íbúa tók einnig þátt í þessari stuttu en afar skemmtilegu athöfn með nemendum og starfsfólki skólanna en í kjölfarið hefur verið opnuð kynning á verkefninu á efri hæð Íþróttahússins fyrir alla áhugasama. Sú kynning mun standa fram á vorið og eru allir velkomnir. Björk Grétarsdóttir oddviti og stjórnarformaður Odda bs flutti stutt ávarp og Birgir Teitsson og Eyrún Margrét Stefánsdóttir arkítektar kynntu verkefn- ið. Þá undirrituðu Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri og Ólafur Einarsson forstjóri Þjótanda ehf verksamning fyrir 1. áfanga uppbyggingarinnar sem er einmitt að hefjast í dag. Þá fluttu nemendur úr leik-, grunn- og tónlistarskóla tvö lög úr Ávaxtakörfunni við frábærar undirtektir viðstaddra. Kennarar úr Tónlistar- skóla Rangæinga sáu um glæsilegan undirleik. Þetta var sannarlega hápunktur hátíðarinnar. Að lokum mynduðu allir viðstaddir stóran hring og framkölluðu táknræna og minnisstæða kraftbylgju sem þær Björk Grétarsdóttir og Margrét Harpa Guðsteinsdóttir sveitarstjórnarfulltrúar leiddu. Bylgjan endaði síðan hjá Ólafi Einarssyni verktaka og Tómasi Hauki Tómassyni forstöðumanni eigna- og framkvæmda sem ætla sér að nýta kraft bylgjunnar til að hefja framkvæmd- ir með farsælum og aflmiklum hætti.“ Framkvæmdir við 1. áfanga eru komnar vel á veg og verið að vinna að út- boði 2. áfanga. Ef litið er til sögunnar, þá eru skólabyggingar mikil langtímafjárfesting og þurfa að miðast við að geta sinnt hlutverki sínu í jafnvel eina öld. Elsti hluti grunnskólans á Hellu var byggður á árunum 1959–1963 og með góðu viðhaldi þá verður hann að öllum líkindum enn í notkun árið 2060. Það þarf því að vanda það sem lengi á að standa. Mikilvægast af öllu er að sú skólaaðstaða sem byggð er upp þjóni tilgangi sínum – nemendum, kennurum og öðru starfsfólki líði vel og njóti sín og nái árangri við nám, störf og leik. Þá er mikilvægt að skólabyggingar séu hagkvæmar í byggingu og rekstri og séu staðarprýði. Það eru því miklar væntingar til þessa mikilvæga verkefnis en vandaður undirbún- ingur bendir til að þetta eigi að geta heppnast vel. Framkvæmdastjóri eigna- og framkvæmdasviðs hefur yfirumsjón með verk- efninu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.