Goðasteinn - 01.09.2022, Page 202
200
Goðasteinn 2022
málaði við lítið borð á meðan börnin sváfu. Hún átti það einnig til að að setja
plötu á fóninn og hlusta á kveðskap, þá söng hún fyrir börnin og sagði þeim
sögur frá bernskuárum. María hló oft og mikið og nærði hláturinn með húmor
og galsa. Hún hafði mikla sagnagáfu og hafði frá mörgu að segja. Í mörg ár lét
hún þó ógert að kveða, það var Nonni sonur hennar sem hvatti hana til þess að
kveða á nýjan leik. María ferðaðist upp frá því víða um landið og kvað af ýmsu
tilefni. Árið 2005 fór hún t.a.m. í kvæðaferð til Kanada og upplifði hátíðahöld
í Gimli. Árið 2012 var hún sæmd heiðursmerki hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir
að viðhalda kvæðahefðinni og fyrir listsköpun.
María kenndi handavinnu og föndur í Fljótshlíðarskóla í Goðalandi. Sjálf
saumaði hún allan fatnað á fjölskylduna og er fram liðu stundir tók hún við
óskum og pöntunum og gerði glæsilega árshátíðarkjóla og tískuflíkur á börnin
og þá var fjallkonan einnig klædd upp í flíkur frá Maríu, sem jafnframt hand-
málaði faldinn.
Er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lést ásamt eiginkonu sinni og dótt-
ursyni í eldsvoða árið 1970 fékk það mjög á Maríu. Hún settist niður, muldi
grjót og gerði ramma utan um mynd af þeim hjónum ásamt barninu. Þessa
aðferð þróaði hún, muldi mislitt grjót og límdi á fjöl. Hestar voru gjarnan við-
fangsefnið og þá var bæjarfjallið hennar, Þríhyrningur, einnig í miklum met-
um. Hélt María nokkrar sölusýningar, m.a. á Mokka-kaffi í Reykjavík og seld-
ust myndirnar hennar ætíð vel. María vann einnig með leir og þá málaði hún
setninguna Drottinn blessi heimilið og myndskreytti fagurlega trúartáknum.
Þessar myndir nutu mikilla vinsælda, sem og grjótmyndir af stjörnumerkjum
og oft stoppuðu heilu rúturnar af kvenfélagskonum til að versla við hana. Að
sjálfsögðu tók hún á móti gestum með þjóðlegri reisn og bauð öllum í kaffi.
Þegar myndirnar hennar Maríu eru skoðaðar þá sést vel hvernig rómantíkin
skín þar í gegn hjá þessari listhögu konu. Ferfætlingarnir eru henni einnig hug-
leiknir enda var María einstakur dýravinur. Og smávinir fagrir fá einnig sitt
pláss, María þurrkaði blóm í þykkri bók sem hún notaði til að búa til myndir
og tækifæriskort. Jólakortin málaði hún sjálf og með fallegri rithönd setti hún
niður á blað hlýjar hugsanir og kveðjur til fjölskyldu og vina.
Hún hafði fallega og kærleiksríka hugsun til að bera. Hún sá kómískar hliðar
lífsins og hreif fólk með sér er hún hló dátt smitandi hlátri. Sköpunarkrafturinn
bjó stöðugt með henni og leitaðist hún við að finna honum farveg í listsköpun –
oft af litlum efnum. Hún sótti efnivið í náttúruna, tré, grjót og plöntur og þá lét
hún hugmyndaflugið ráða för og nýtti m.a. netakúlur og fleira sem til féll.
Árið 1984 brugðu þau hjónin búi og fluttust á Hvolsvöll. Þessi ár á Hvolsvelli
voru hjónunum góð en Ólafur lést árið 1993 og lauk þar með farsælli samleið