Bókatíðindi - 01.11.2024, Side 12

Bókatíðindi - 01.11.2024, Side 12
Barnabækur SKÁLDVERK SVK Ég og Milla Allt í köku Höf: Anne Sofie Hammer Myndir: Sofie Lind Mesterton Milla og Milla eru bestu vinkonur sem heita ekki aðeins sama nafni heldur eru jafn góðar í að finna upp á einhverju sniðugu . Þess vegna fjallar þessi bók um allt í senn, undarlegar kökur, óperur, gerviaugu, Línu kennara, Bassa hund, Jónas stóra bróður og heimsins fullkomnasta prump! Bráðskemmtileg og lifandi saga með stóru letri og fyndnum myndum . 168 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell KIL RAF HLB Amma slær í gegn Höf: Gunnar Helgason Listakonan amma Köben slær í gegn og vill bjóða allri fjölskyldunni í heimsókn . Hljómar vel, hvað gæti klikkað? Tvíburarnir kunna þó ekki á kopp (Stella verður að redda því eins og öðru) og svo er nýi danski kærasti ömmu full-fáklæddur fyrir þeirra smekk . Þessi bók ætti eiginlega að heita Amma Köben og mesta rugl í heimi! 165 bls . Forlagið - Mál og menning IB Bannað að vekja Grýlu Höf: Hjalti Halldórsson Myndh: Magnús Dagur Sævarsson Fjör á hrekkjavöku! Jólasveinarnir hafa verið ósköp prúðir síðustu áratugina . En þegar Stekkjastaur fréttir af hrekkjavökunni rifjast upp fyrir honum hvað þeir bræður voru áður miklir hrekkjalómar . Ó, þvílíkt fjör hjá þeim . . . en bæjarbúar eru ekki eins ánægðir . . . 54 bls . Bókabeitan IB Baukað og brallað í Skollavík Höf: Guðlaug Jónsdóttir Myndh: Hlíf Una Bárudóttir Í Skollavík situr enginn aðgerðalaus, þar er nóg að gera þótt engir vegir liggi þangað og símasamband náist aðeins á einum hól . Nú hefst allskonar bauk og brall - stíflugerð í ánni, sandkastalasmíð og vegalagning í fjörunni . 178 bls . Bókafélagið KIL Binna B Bjarna: Besta hlutverkið Höf: Sally Rippen Í þessari bók er bekkurinn á leið í dýragarðinn . Binna er umsjónarmaður og reynir að halda röð og reglu . Eru ekki örugglega allir að hlusta á hana? Bækurnar um Binnu B henta vel fyrir yngstu lesendurna . 44 bls . Rósakot KIL Binna B Bjarna: Safnar peningum Höf: Sally Rippen Í þessari bók langar Binnu mikið í bangsakanínu en hún á ekki næga peninga . Hún fær sér ýmsa aukavinnu og sem betur fer hjálpar Jónsi vinur hennar til . Bækurnar um Binnu B henta vel fyrir yngstu lesendurna . 44 bls . Rósakot IB Dagbók Kidda klaufa 18 Ekkert mál Höf: Jeff Kinney Þýð: Helgi Jónsson Hér er komin 18 . bókin í þessum vinsælasta bókaflokki heims . Skólagangan hjá Kidda klaufa hefur ekki alltaf verið dans á rósum . Hann er því ekkert of órólegur þegar fréttist að eigi að loka skólanum vegna skemmda, en brátt fara að renna tvær grímur á Kidda . Íslenskar þýðingar Helga Jónssonar á Kidda klaufa eru margverðlaunaðar . 224 bls . Sögur útgáfa IB Dótarímur Höf: Þórarinn Eldjárn Myndh: Þórarinn Már Baldursson Nýr rímnaflokkur handa börnum á öllum aldri . Rímurnar eru tíu talsins, hver og ein snýst um tiltekið dót eða leikföng . Þar gengur á ýmsu og flest reynist dótið frekar misheppnað . Allt þar til kemur að níundu rímu sem fjallar um bækur . Í beinu framhaldi kemur tíunda og síðasta ríman en þar birtist loks besta dót sem við eigum . 70 bls . Gullbringa ehf. IB Dýrabær Höf: Huginn Þór Grétarsson og George Orwell Huginn endursegir Animal farm eftir George Orwell á 74 myndskreyttum blaðsíðum . Verkið á brýnt erindi í dag þar sem lýðræði á víða undir högg að sækja og valdhafar ríghalda í völd sín og nota til eigin hagsbóta . Mannréttindi eru fótum troðin, líka hér á Íslandi, og þeir sem brjóta á réttindum lítilmagnans eru varðir af kerfinu . 78 bls . Óðinsauga útgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa12 Barnabækur SK ÁLDVERK Skáldverk

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.