Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 12

Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 12
Barnabækur SKÁLDVERK SVK Ég og Milla Allt í köku Höf: Anne Sofie Hammer Myndir: Sofie Lind Mesterton Milla og Milla eru bestu vinkonur sem heita ekki aðeins sama nafni heldur eru jafn góðar í að finna upp á einhverju sniðugu . Þess vegna fjallar þessi bók um allt í senn, undarlegar kökur, óperur, gerviaugu, Línu kennara, Bassa hund, Jónas stóra bróður og heimsins fullkomnasta prump! Bráðskemmtileg og lifandi saga með stóru letri og fyndnum myndum . 168 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell KIL RAF HLB Amma slær í gegn Höf: Gunnar Helgason Listakonan amma Köben slær í gegn og vill bjóða allri fjölskyldunni í heimsókn . Hljómar vel, hvað gæti klikkað? Tvíburarnir kunna þó ekki á kopp (Stella verður að redda því eins og öðru) og svo er nýi danski kærasti ömmu full-fáklæddur fyrir þeirra smekk . Þessi bók ætti eiginlega að heita Amma Köben og mesta rugl í heimi! 165 bls . Forlagið - Mál og menning IB Bannað að vekja Grýlu Höf: Hjalti Halldórsson Myndh: Magnús Dagur Sævarsson Fjör á hrekkjavöku! Jólasveinarnir hafa verið ósköp prúðir síðustu áratugina . En þegar Stekkjastaur fréttir af hrekkjavökunni rifjast upp fyrir honum hvað þeir bræður voru áður miklir hrekkjalómar . Ó, þvílíkt fjör hjá þeim . . . en bæjarbúar eru ekki eins ánægðir . . . 54 bls . Bókabeitan IB Baukað og brallað í Skollavík Höf: Guðlaug Jónsdóttir Myndh: Hlíf Una Bárudóttir Í Skollavík situr enginn aðgerðalaus, þar er nóg að gera þótt engir vegir liggi þangað og símasamband náist aðeins á einum hól . Nú hefst allskonar bauk og brall - stíflugerð í ánni, sandkastalasmíð og vegalagning í fjörunni . 178 bls . Bókafélagið KIL Binna B Bjarna: Besta hlutverkið Höf: Sally Rippen Í þessari bók er bekkurinn á leið í dýragarðinn . Binna er umsjónarmaður og reynir að halda röð og reglu . Eru ekki örugglega allir að hlusta á hana? Bækurnar um Binnu B henta vel fyrir yngstu lesendurna . 44 bls . Rósakot KIL Binna B Bjarna: Safnar peningum Höf: Sally Rippen Í þessari bók langar Binnu mikið í bangsakanínu en hún á ekki næga peninga . Hún fær sér ýmsa aukavinnu og sem betur fer hjálpar Jónsi vinur hennar til . Bækurnar um Binnu B henta vel fyrir yngstu lesendurna . 44 bls . Rósakot IB Dagbók Kidda klaufa 18 Ekkert mál Höf: Jeff Kinney Þýð: Helgi Jónsson Hér er komin 18 . bókin í þessum vinsælasta bókaflokki heims . Skólagangan hjá Kidda klaufa hefur ekki alltaf verið dans á rósum . Hann er því ekkert of órólegur þegar fréttist að eigi að loka skólanum vegna skemmda, en brátt fara að renna tvær grímur á Kidda . Íslenskar þýðingar Helga Jónssonar á Kidda klaufa eru margverðlaunaðar . 224 bls . Sögur útgáfa IB Dótarímur Höf: Þórarinn Eldjárn Myndh: Þórarinn Már Baldursson Nýr rímnaflokkur handa börnum á öllum aldri . Rímurnar eru tíu talsins, hver og ein snýst um tiltekið dót eða leikföng . Þar gengur á ýmsu og flest reynist dótið frekar misheppnað . Allt þar til kemur að níundu rímu sem fjallar um bækur . Í beinu framhaldi kemur tíunda og síðasta ríman en þar birtist loks besta dót sem við eigum . 70 bls . Gullbringa ehf. IB Dýrabær Höf: Huginn Þór Grétarsson og George Orwell Huginn endursegir Animal farm eftir George Orwell á 74 myndskreyttum blaðsíðum . Verkið á brýnt erindi í dag þar sem lýðræði á víða undir högg að sækja og valdhafar ríghalda í völd sín og nota til eigin hagsbóta . Mannréttindi eru fótum troðin, líka hér á Íslandi, og þeir sem brjóta á réttindum lítilmagnans eru varðir af kerfinu . 78 bls . Óðinsauga útgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa12 Barnabækur SK ÁLDVERK Skáldverk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.