Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 35

Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 35
SVK Frönsk framúrstefna Sartre, Genet, Tardieu Þýð: Vigdís Finnbogadóttir Ritstj: Ásdís R. Magnúsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir og Irma J. Erlingsdóttir Frönsk framúrstefnuleikrit voru þýdd og sýnd á Íslandi á 7 . áratug síðustu aldar af ungu leikhúsfólki . Vigdís Finnbogadóttir var ein þeirra . Hér birtast þrjár fyrstu þýðingar hennar úr frönsku: Læstar dyr eftir Jean-Paul Sartre, Vinnukonurnar eftir Jean Genet og Upplýsingaskrifstofan eftir Jean Tardieu . Útgáfu verkanna fylgir inngangur ritstjóra . Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan KIL Fyndin saga Höf: Emily Henry Þýð: Harpa Rún Kristjánsdóttir Daphne hafði alltaf elskað hvernig Peter sagði söguna þeirra . Hvernig þau kynntust á stormasömum degi, urðu ástfangin og fluttu aftur í heimabæ hans við vatnið til að hefja líf sitt saman . Hann var rosalega góður í að segja hana . Eða þangað til hann áttaði sig á því að hann væri í raun og veru ástfanginn af Petru æskuvinkonu sinni . 453 bls . Króníka KIL Gervigul Höf: Rebecca F. Kuang Þýð: Ingunn Snædal Bókin hefur náð metsölu víða um heim enda efni hennar vakið gríðarmikla athygli . Þá sérstaklega vinkillinn sem snýr að menningarnámi og samfélagsmiðlum . 352 bls . Drápa KIL Guðrún Höf: Brynja Svane Þýð: Sigurlín Sveinbjarnardóttir 18 . aldar ættarsaga af Vestfjörðum þar sem sterkar formæður eru í aðalhlutverki . Við sögu koma Danakonungur sem fer í jarðakaup við ekkjuna Guðrúnu, saltvinnsla í Djúpinu og lífsbarátta í óblíðri náttúru . Bókin Guðrún er hin fyrsta í röð fjögurra bóka höfundar um ættarsögu sína á Vestfjörðum . 204 bls . Bókaútgáfan Sæmundur RAF HLB Gwendy Höf: Stephen King og Richard Chizmar Þýð: Arnór Hjartarson og Ísak Harðarson Í þríleiknum um Gwendy sýnir Stephen King á sér nýjar hliðar í samvinnu við Richard Chizmar með stórbrotinni og spennandi sögu af einstakri konu sem sýnir makalausan styrk þegar örlögin leggja á hana þyngri byrðar en flestir stæðu undir . Magnað verk í íslenskri þýðingu Ísaks Harðarsonar og Arnórs Inga Hjartarsonar . 567 bls . Storytel KIL Handfylli moldar Höf: Evelyn Waugh Þýð: Hjalti Þorleifsson Eftir sjö ára hjónaband hefur hin fagra lafði Brenda fengið nóg af lífinu á Hetton Abbey, gotneska sveitasetrinu sem er stolt og yndi eiginmanns hennar, Tonys . Hún fer að halda við hinn grunnhyggna John Beaver, yfirgefur Tony og hverfur á vit samkvæmislífsins í London . Óvænt örlög bíða söguhetjanna í þessari óviðjafnanlegu skáldsögu . 362 bls . Ugla KIL RAF HLB Heknevefurinn Höf: Lars Mytting Þýð: Jón St. Kristjánsson Það er komin ný öld og langt síðan séra Kai Schweigaard kom heim á Bútanga með Jehans, nýfæddan son Astridar Hekne . Presturinn verður heltekinn af því að finna fornan myndvefnað samvöxnu tvíburasystranna í þeirri von að geta sameinað kirkjuklukkurnar á ný . . . Sjálfstætt framhald Systraklukknanna sem notið hefur mikilla vinsælda . 464 bls . Forlagið - Mál og menning KIL RAF Herbergi Giovanni Höf: James Baldwin Þýð: Þorvaldur Kristinsson Á meðan David bíður þess að unnusta hans snúi heim úr langferð kynnist hann Giovanni . Í óhrjálegu herbergi í úthverfi Parísar upplifa þeir í senn ást og frelsi, skömm og ótta . Í kjölfarið þarf David að ákveða hvort hann gangi að kröfum samfélagsins eða horfist í augu við sjálfan sig . Valin ein af hundrað áhrifamestu skáldsögum heims af BBC . 239 bls . Forlagið - Mál og menning KIL RAF Hildur Höf: Satu Rämö Þýð: Erla Elíasdóttir Völudóttir Snjóflóð fellur á sumarhúsabyggð við Ísafjörð og Hildur og félagar hennar í lögreglunni mæta á staðinn . Í rústunum finna þau mann sem hefur verið myrtur – í friðsælum bænum er eitthvað kynlegt á seyði . Satu Rämö er finnsk en hefur búið lengi á Íslandi . Spennusögur hennar um Hildi eru orðnar þrjár og hafa slegið rækilega í gegn í Finnlandi og víðar . 375 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell KIL RAF HLB Hjartabein Höf: Colleen Hoover Þýð: Sunna Dís Másdóttir Þegar leigusali Beyah hendir henni út neyðist hún til að leita á náðir föður síns sem býr við allsnægtir í sumarleyfisparadís ríka fólksins í Texas . Þar kynnist hún hinum myndarlega og forríka Samson sem Beyah er sannfærð um að hún eigi fátt sameiginlegt með . Undir ríkmannlegu yfirborði hans glittir þó í eitthvað kunnuglegt, eitthvað brotið . Björt bókaútgáfa - Bókabeitan B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 35GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Skáldverk ÞÝDD

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.