Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 35

Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 35
SVK Frönsk framúrstefna Sartre, Genet, Tardieu Þýð: Vigdís Finnbogadóttir Ritstj: Ásdís R. Magnúsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir og Irma J. Erlingsdóttir Frönsk framúrstefnuleikrit voru þýdd og sýnd á Íslandi á 7 . áratug síðustu aldar af ungu leikhúsfólki . Vigdís Finnbogadóttir var ein þeirra . Hér birtast þrjár fyrstu þýðingar hennar úr frönsku: Læstar dyr eftir Jean-Paul Sartre, Vinnukonurnar eftir Jean Genet og Upplýsingaskrifstofan eftir Jean Tardieu . Útgáfu verkanna fylgir inngangur ritstjóra . Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan KIL Fyndin saga Höf: Emily Henry Þýð: Harpa Rún Kristjánsdóttir Daphne hafði alltaf elskað hvernig Peter sagði söguna þeirra . Hvernig þau kynntust á stormasömum degi, urðu ástfangin og fluttu aftur í heimabæ hans við vatnið til að hefja líf sitt saman . Hann var rosalega góður í að segja hana . Eða þangað til hann áttaði sig á því að hann væri í raun og veru ástfanginn af Petru æskuvinkonu sinni . 453 bls . Króníka KIL Gervigul Höf: Rebecca F. Kuang Þýð: Ingunn Snædal Bókin hefur náð metsölu víða um heim enda efni hennar vakið gríðarmikla athygli . Þá sérstaklega vinkillinn sem snýr að menningarnámi og samfélagsmiðlum . 352 bls . Drápa KIL Guðrún Höf: Brynja Svane Þýð: Sigurlín Sveinbjarnardóttir 18 . aldar ættarsaga af Vestfjörðum þar sem sterkar formæður eru í aðalhlutverki . Við sögu koma Danakonungur sem fer í jarðakaup við ekkjuna Guðrúnu, saltvinnsla í Djúpinu og lífsbarátta í óblíðri náttúru . Bókin Guðrún er hin fyrsta í röð fjögurra bóka höfundar um ættarsögu sína á Vestfjörðum . 204 bls . Bókaútgáfan Sæmundur RAF HLB Gwendy Höf: Stephen King og Richard Chizmar Þýð: Arnór Hjartarson og Ísak Harðarson Í þríleiknum um Gwendy sýnir Stephen King á sér nýjar hliðar í samvinnu við Richard Chizmar með stórbrotinni og spennandi sögu af einstakri konu sem sýnir makalausan styrk þegar örlögin leggja á hana þyngri byrðar en flestir stæðu undir . Magnað verk í íslenskri þýðingu Ísaks Harðarsonar og Arnórs Inga Hjartarsonar . 567 bls . Storytel KIL Handfylli moldar Höf: Evelyn Waugh Þýð: Hjalti Þorleifsson Eftir sjö ára hjónaband hefur hin fagra lafði Brenda fengið nóg af lífinu á Hetton Abbey, gotneska sveitasetrinu sem er stolt og yndi eiginmanns hennar, Tonys . Hún fer að halda við hinn grunnhyggna John Beaver, yfirgefur Tony og hverfur á vit samkvæmislífsins í London . Óvænt örlög bíða söguhetjanna í þessari óviðjafnanlegu skáldsögu . 362 bls . Ugla KIL RAF HLB Heknevefurinn Höf: Lars Mytting Þýð: Jón St. Kristjánsson Það er komin ný öld og langt síðan séra Kai Schweigaard kom heim á Bútanga með Jehans, nýfæddan son Astridar Hekne . Presturinn verður heltekinn af því að finna fornan myndvefnað samvöxnu tvíburasystranna í þeirri von að geta sameinað kirkjuklukkurnar á ný . . . Sjálfstætt framhald Systraklukknanna sem notið hefur mikilla vinsælda . 464 bls . Forlagið - Mál og menning KIL RAF Herbergi Giovanni Höf: James Baldwin Þýð: Þorvaldur Kristinsson Á meðan David bíður þess að unnusta hans snúi heim úr langferð kynnist hann Giovanni . Í óhrjálegu herbergi í úthverfi Parísar upplifa þeir í senn ást og frelsi, skömm og ótta . Í kjölfarið þarf David að ákveða hvort hann gangi að kröfum samfélagsins eða horfist í augu við sjálfan sig . Valin ein af hundrað áhrifamestu skáldsögum heims af BBC . 239 bls . Forlagið - Mál og menning KIL RAF Hildur Höf: Satu Rämö Þýð: Erla Elíasdóttir Völudóttir Snjóflóð fellur á sumarhúsabyggð við Ísafjörð og Hildur og félagar hennar í lögreglunni mæta á staðinn . Í rústunum finna þau mann sem hefur verið myrtur – í friðsælum bænum er eitthvað kynlegt á seyði . Satu Rämö er finnsk en hefur búið lengi á Íslandi . Spennusögur hennar um Hildi eru orðnar þrjár og hafa slegið rækilega í gegn í Finnlandi og víðar . 375 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell KIL RAF HLB Hjartabein Höf: Colleen Hoover Þýð: Sunna Dís Másdóttir Þegar leigusali Beyah hendir henni út neyðist hún til að leita á náðir föður síns sem býr við allsnægtir í sumarleyfisparadís ríka fólksins í Texas . Þar kynnist hún hinum myndarlega og forríka Samson sem Beyah er sannfærð um að hún eigi fátt sameiginlegt með . Undir ríkmannlegu yfirborði hans glittir þó í eitthvað kunnuglegt, eitthvað brotið . Björt bókaútgáfa - Bókabeitan B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 35GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Skáldverk ÞÝDD
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.