Bókatíðindi - 01.11.2024, Page 42

Bókatíðindi - 01.11.2024, Page 42
 Ljóð og leikhandrit IB Aðlögun Höf: Þórdís Gísladóttir Sjötta ljóðabók Þórdísar Gísladóttur . Aðlögun nær til þeirra eiginleika sem hafa þróast hjá lífverum og auka möguleika þeirra á að lifa af og fjölga sér í tilteknu umhverfi . Aðlögun getur tekið á sig ýmsar myndir, svo sem líkamlegar breytingar, hegðunarbreytingar eða breytt mynstur hringrásar lífsins . 60 bls . Benedikt bókaútgáfa KIL Á meðan við deyjum ekki Höf: Sigmundur Ernir Rúnarsson Lífsreynslan er leiðarstefið í þessari fallegu og hlýju ljóðabók sem tekst þar að auki á við nokkrar áleitnustu spurningar lífsins . Náttúran er heldur ekki langt undan eins og gjarnan áður í bókum höfundar, svo og nálægð tímans í töfrandi skáldskap og einstakri orðsnilld . 96 bls . Bókaútgáfan Sæmundur IB Árniður að norðan Höf: Pálmi Ragnar Pétursson Langflest ljóðanna í bókinni eru prósar sem sumir hverjir hafa dvalið með höfundi lengi . Hér fléttast saman fegurð, ást, sorg og væntumþykja . Ljóðin venslast hvert við annað á ýmsan hátt í dúr og moll . Það er stutt í húmorinn og höfundur gerir upp þessi 60 ár sem hann hefur bráðum lifað á einstakan hátt . Þessi bók er perla . 74 bls . Sögur útgáfa KIL Átthagafræði Höf: Kristín Þóra Harðardóttir Ég geng um dimman skóg mosagróður og elfting þekja skógarbotninn langar að leggjast í mosann horfa upp í trjákrónurnar og minnast hamingjunnar . Höfundur horfir til átthaganna og þess hvernig þeir hafa mótað viðhorf hennar og viðbrögð í lífinu . 64 bls . Bókaútgáfan Sæmundur SVK Blákápa Höf: Bragi Björnsson Höfundinn, sem kenndur er við Surtsstaði, má telja meðal snjöllustu austfirskra ljóðskálda . Hann var hógvær maður, hirti lítið um að koma ljóðum sínum á prent en gekk frá þeim hreinrituðum . Bókin geymir úrval úr þessum fjársjóði . Áður hafa komið út eftir hann bækurnar Agnir, Laðar nótt til ljóða og Leiðir hugann seiður sem kom út í fyrra . 272 bls . Félag ljóðaunnenda á Austurlandi KIL Einurð Höf: Draumey Aradóttir Einurð er sjöunda bók höfundar . Lesanda er hér boðið í ljóðför um hugarheim barns – og síðar fullorðins einstaklings – sem ávarpar móður sína allt frá þeim degi og þeirri nóttu sem eitt líf slokknar og annað kviknar . Þar sem form og formleysi mætast . 72 bls . Bókaútgáfan Sæmundur KIL Eitt andartak - ljóð Höf: Halla Jónsdóttir Höfundur tekst á við tilvistarspurningar og tilfinningalegar upplifanir þar sem vonin og þakklætið skipa öndvegi . Höfundur hefur starfað um áratugaskeið við fræðslumál innan skólakerfisins, en síðast sem aðjúnkt á menntavísindasviði Háskóla Íslands . 48 bls . Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið SVK Ég er það sem ég sef Höf: Svikaskáld Fimmta bók höfundakollektífsins Svikaskálda er galsafengin og margræð ljóðabók um bugun og nýjar víddir, stiga sem ögra náttúrulögmálum, konur sem hringlar í og niðurföll sem soga til sín lífið sjálft . Svikaskáld eru Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Þórdís Helgadóttir . 81 bls . Forlagið - Mál og menning SVK Ég hugsa mig Nokkur ljóðaljóð og sagnir Höf: Anton Helgi Jónsson Hér er á ferðinni ellefta bók skáldsins Antons Helga sem kemur út á hálfrar aldar höfundarafmæli hans . Þetta er vegleg og falleg ljóðabók með ríkulegum myndskreytingum í lit eftir listakonuna Sossu, gerðum sérstaklega fyrir þessa útgáfu . 93 bls . Forlagið - Mál og menning B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa42 Ljóð og leikhandrit Ljóð og leikhandrit

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.