Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 42

Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 42
 Ljóð og leikhandrit IB Aðlögun Höf: Þórdís Gísladóttir Sjötta ljóðabók Þórdísar Gísladóttur . Aðlögun nær til þeirra eiginleika sem hafa þróast hjá lífverum og auka möguleika þeirra á að lifa af og fjölga sér í tilteknu umhverfi . Aðlögun getur tekið á sig ýmsar myndir, svo sem líkamlegar breytingar, hegðunarbreytingar eða breytt mynstur hringrásar lífsins . 60 bls . Benedikt bókaútgáfa KIL Á meðan við deyjum ekki Höf: Sigmundur Ernir Rúnarsson Lífsreynslan er leiðarstefið í þessari fallegu og hlýju ljóðabók sem tekst þar að auki á við nokkrar áleitnustu spurningar lífsins . Náttúran er heldur ekki langt undan eins og gjarnan áður í bókum höfundar, svo og nálægð tímans í töfrandi skáldskap og einstakri orðsnilld . 96 bls . Bókaútgáfan Sæmundur IB Árniður að norðan Höf: Pálmi Ragnar Pétursson Langflest ljóðanna í bókinni eru prósar sem sumir hverjir hafa dvalið með höfundi lengi . Hér fléttast saman fegurð, ást, sorg og væntumþykja . Ljóðin venslast hvert við annað á ýmsan hátt í dúr og moll . Það er stutt í húmorinn og höfundur gerir upp þessi 60 ár sem hann hefur bráðum lifað á einstakan hátt . Þessi bók er perla . 74 bls . Sögur útgáfa KIL Átthagafræði Höf: Kristín Þóra Harðardóttir Ég geng um dimman skóg mosagróður og elfting þekja skógarbotninn langar að leggjast í mosann horfa upp í trjákrónurnar og minnast hamingjunnar . Höfundur horfir til átthaganna og þess hvernig þeir hafa mótað viðhorf hennar og viðbrögð í lífinu . 64 bls . Bókaútgáfan Sæmundur SVK Blákápa Höf: Bragi Björnsson Höfundinn, sem kenndur er við Surtsstaði, má telja meðal snjöllustu austfirskra ljóðskálda . Hann var hógvær maður, hirti lítið um að koma ljóðum sínum á prent en gekk frá þeim hreinrituðum . Bókin geymir úrval úr þessum fjársjóði . Áður hafa komið út eftir hann bækurnar Agnir, Laðar nótt til ljóða og Leiðir hugann seiður sem kom út í fyrra . 272 bls . Félag ljóðaunnenda á Austurlandi KIL Einurð Höf: Draumey Aradóttir Einurð er sjöunda bók höfundar . Lesanda er hér boðið í ljóðför um hugarheim barns – og síðar fullorðins einstaklings – sem ávarpar móður sína allt frá þeim degi og þeirri nóttu sem eitt líf slokknar og annað kviknar . Þar sem form og formleysi mætast . 72 bls . Bókaútgáfan Sæmundur KIL Eitt andartak - ljóð Höf: Halla Jónsdóttir Höfundur tekst á við tilvistarspurningar og tilfinningalegar upplifanir þar sem vonin og þakklætið skipa öndvegi . Höfundur hefur starfað um áratugaskeið við fræðslumál innan skólakerfisins, en síðast sem aðjúnkt á menntavísindasviði Háskóla Íslands . 48 bls . Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið SVK Ég er það sem ég sef Höf: Svikaskáld Fimmta bók höfundakollektífsins Svikaskálda er galsafengin og margræð ljóðabók um bugun og nýjar víddir, stiga sem ögra náttúrulögmálum, konur sem hringlar í og niðurföll sem soga til sín lífið sjálft . Svikaskáld eru Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Þórdís Helgadóttir . 81 bls . Forlagið - Mál og menning SVK Ég hugsa mig Nokkur ljóðaljóð og sagnir Höf: Anton Helgi Jónsson Hér er á ferðinni ellefta bók skáldsins Antons Helga sem kemur út á hálfrar aldar höfundarafmæli hans . Þetta er vegleg og falleg ljóðabók með ríkulegum myndskreytingum í lit eftir listakonuna Sossu, gerðum sérstaklega fyrir þessa útgáfu . 93 bls . Forlagið - Mál og menning B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa42 Ljóð og leikhandrit Ljóð og leikhandrit
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.