Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 44

Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 44
KIL Hljóð Höf: Sigrún Erla Hákonardóttir Ljóð Sigrúnar Erlu Hákonardóttur eru oftast stutt og gagnorð, hvort sem hún yrkir hefðbundið eða í frjálsu formi . Ljóðmálið er frjálst og leikandi, minnir stundum á tónlist, myndrænt og fallegt, og á bakvið orðin skynjar lesandinn sterkar tilfinningar, von, þrá, söknuð og ást . 106 bls . Bókaútgáfan Sæmundur IB Hvað verður fegra fundið? Úrval kveðskapar sr. Hallgríms Péturssonar Höf: Hallgrímur Pétursson Ritstj: Margrét Eggertsdóttir Úrval þess fjölbreytta kveðskapar sem liggur eftir sr . Hallgrím Pétursson, helsta skáld 17 . aldar á Íslandi . Hann er þekktastur fyrir Passíusálma sína en orti kvæði og sálma af öllu tagi . Hér má til dæmis finna heilræði, bænavers, ádeilu og náttúrulýsingar, auk þekktra erinda úr Passíusálmunum . 200 bls . Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið IB Jarðljós Höf: Gerður Kristný Gerður Kristný nýtur aðdáunar fyrir orðsnilld sína langt út fyrir landsteinana og við ljóð hennar hafa innlendir og erlendir listamenn samið tón- og leikverk . Hún hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir skrif sín, þar á meðal Íslensku bókmenntaverðlaunin . Jarðljós er tíunda ljóðabók hennar . 91 bls . Forlagið - Mál og menning SVK Kallfæri Höf: Guðrún Hannesdóttir Hér er ort af stakti snilld sem birtist í einstakri myndvísi, næmum skilningi og hárf ínni ádeilu á samtímann . Lífsspeki kallast á við lífsgleði . Meitlaður skáldskapur einsog hann gerist bestur . Kallfæri er tíunda bók Guðrúnar, sem hefur hlotið Ljóðstaf Jóns úr Vör og Íslensku þýðingarverðlaunin fyrir verk sín . 63 bls . Dimma IB Kærleikur og friður Lifi lífið! Höf: Sigurbjörn Þorkelsson 100 trúarljóð höfundar ásamt lögum sem samin hafa verið við mörg þeirra, í kórútsetningum . Ljóðin eru einlæg og kærleiksrík, nærandi og huggandi . 55 ljóðanna hafa birst yfir 700 sinnum í minningargreinum í Morgunblaðinu . Höfundur flestra laganna er Jóhann Helgason tónlistarmaður . 205 bls . Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið IB Limrur á servíettum Höf: Þorsteinn Valdimarsson Þorsteinn Valdimarsson, skáld, tónlistarmaður og kennari (1918–1977), samdi fyrstu ljóðabók sem kom út hér á landi og innihélt eingöngu ljóð sem byggðust á bragarhætti sem hann nefndi limru . Hann var þannig einn af frumkvöðlum íslenskrar limrugerðar og þeim sem gerðu bragarháttinn að lausavísnaformi við hlið tækifærisstökunnar . 112 bls . Skrudda KIL Líf - Uppistand augnabliksins Höf: Kjartan Ólafsson Ljóðin í bókinni fjalla um lífið, tímann og tilveruna með tilvísun í atburði líðandi stundar og liðinna tíma . Um er að ræða fyrstu ljóðabók höfundar en ljóð eftir Kjartan hafa ekki birst opinberlega áður fyrir utan ljóðið við lagið LaLíf sem gefið var út af hljómsveitinni SmartBand á sínum tíma . 43 bls . ErkiBók IB Ljáðu mér rödd Ljóðaþríleikur Höf: Kjell Espmark Þýð: Njörður P. Njarðvík Magnaður ljóðaþríleikur eftir eitt virtasta skáld Svía, Kjell Espmark, sem er Íslendingum að góðu kunnur . Í bókinni eru ljóðabækurnar Vetrarbraut (2007), Innri víðátta (2014) og Fjöldi votta (2020) þar sem öll bestu höfundareinkenni Espmarks sem ljóðskálds njóta sín til fulls . 336 bls . Ugla SVK Ljóðasafn I Höf: Gyrðir Elíasson Fimm fyrstu ljóðabækur Gyrðis, sem hafa verið ófáanlegar um áratuga skeið, eru hér saman komnar í einu bindi og marka upphafið að vönduðum endurútgáfum verka skáldsins . Hér birtast Svarthvít axlabönd, Tvíbreitt (svig)rúm, Einskonar höfuð lausn, Bakvið maríuglerið og Blindfugl/Svartflug. Ómissandi í safn allra bókaunnenda . 280 bls . Dimma KIL Milli fjalla Höf: Jón Hjörleifur Stefánsson Jón Hjörleifur er guðfræðingur og hefur löngum verið búsettur erlendis . Milli fjalla er fyrsta ljóðabók hans og inniheldur trúarlegan kveðskap sem fjallar um víddir trúarlífsins – myrkar og bjartar . 72 bls . Bókaútgáfan Sæmundur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa44 Ljóð og leikhandrit

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.