Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 44

Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 44
KIL Hljóð Höf: Sigrún Erla Hákonardóttir Ljóð Sigrúnar Erlu Hákonardóttur eru oftast stutt og gagnorð, hvort sem hún yrkir hefðbundið eða í frjálsu formi . Ljóðmálið er frjálst og leikandi, minnir stundum á tónlist, myndrænt og fallegt, og á bakvið orðin skynjar lesandinn sterkar tilfinningar, von, þrá, söknuð og ást . 106 bls . Bókaútgáfan Sæmundur IB Hvað verður fegra fundið? Úrval kveðskapar sr. Hallgríms Péturssonar Höf: Hallgrímur Pétursson Ritstj: Margrét Eggertsdóttir Úrval þess fjölbreytta kveðskapar sem liggur eftir sr . Hallgrím Pétursson, helsta skáld 17 . aldar á Íslandi . Hann er þekktastur fyrir Passíusálma sína en orti kvæði og sálma af öllu tagi . Hér má til dæmis finna heilræði, bænavers, ádeilu og náttúrulýsingar, auk þekktra erinda úr Passíusálmunum . 200 bls . Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið IB Jarðljós Höf: Gerður Kristný Gerður Kristný nýtur aðdáunar fyrir orðsnilld sína langt út fyrir landsteinana og við ljóð hennar hafa innlendir og erlendir listamenn samið tón- og leikverk . Hún hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir skrif sín, þar á meðal Íslensku bókmenntaverðlaunin . Jarðljós er tíunda ljóðabók hennar . 91 bls . Forlagið - Mál og menning SVK Kallfæri Höf: Guðrún Hannesdóttir Hér er ort af stakti snilld sem birtist í einstakri myndvísi, næmum skilningi og hárf ínni ádeilu á samtímann . Lífsspeki kallast á við lífsgleði . Meitlaður skáldskapur einsog hann gerist bestur . Kallfæri er tíunda bók Guðrúnar, sem hefur hlotið Ljóðstaf Jóns úr Vör og Íslensku þýðingarverðlaunin fyrir verk sín . 63 bls . Dimma IB Kærleikur og friður Lifi lífið! Höf: Sigurbjörn Þorkelsson 100 trúarljóð höfundar ásamt lögum sem samin hafa verið við mörg þeirra, í kórútsetningum . Ljóðin eru einlæg og kærleiksrík, nærandi og huggandi . 55 ljóðanna hafa birst yfir 700 sinnum í minningargreinum í Morgunblaðinu . Höfundur flestra laganna er Jóhann Helgason tónlistarmaður . 205 bls . Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið IB Limrur á servíettum Höf: Þorsteinn Valdimarsson Þorsteinn Valdimarsson, skáld, tónlistarmaður og kennari (1918–1977), samdi fyrstu ljóðabók sem kom út hér á landi og innihélt eingöngu ljóð sem byggðust á bragarhætti sem hann nefndi limru . Hann var þannig einn af frumkvöðlum íslenskrar limrugerðar og þeim sem gerðu bragarháttinn að lausavísnaformi við hlið tækifærisstökunnar . 112 bls . Skrudda KIL Líf - Uppistand augnabliksins Höf: Kjartan Ólafsson Ljóðin í bókinni fjalla um lífið, tímann og tilveruna með tilvísun í atburði líðandi stundar og liðinna tíma . Um er að ræða fyrstu ljóðabók höfundar en ljóð eftir Kjartan hafa ekki birst opinberlega áður fyrir utan ljóðið við lagið LaLíf sem gefið var út af hljómsveitinni SmartBand á sínum tíma . 43 bls . ErkiBók IB Ljáðu mér rödd Ljóðaþríleikur Höf: Kjell Espmark Þýð: Njörður P. Njarðvík Magnaður ljóðaþríleikur eftir eitt virtasta skáld Svía, Kjell Espmark, sem er Íslendingum að góðu kunnur . Í bókinni eru ljóðabækurnar Vetrarbraut (2007), Innri víðátta (2014) og Fjöldi votta (2020) þar sem öll bestu höfundareinkenni Espmarks sem ljóðskálds njóta sín til fulls . 336 bls . Ugla SVK Ljóðasafn I Höf: Gyrðir Elíasson Fimm fyrstu ljóðabækur Gyrðis, sem hafa verið ófáanlegar um áratuga skeið, eru hér saman komnar í einu bindi og marka upphafið að vönduðum endurútgáfum verka skáldsins . Hér birtast Svarthvít axlabönd, Tvíbreitt (svig)rúm, Einskonar höfuð lausn, Bakvið maríuglerið og Blindfugl/Svartflug. Ómissandi í safn allra bókaunnenda . 280 bls . Dimma KIL Milli fjalla Höf: Jón Hjörleifur Stefánsson Jón Hjörleifur er guðfræðingur og hefur löngum verið búsettur erlendis . Milli fjalla er fyrsta ljóðabók hans og inniheldur trúarlegan kveðskap sem fjallar um víddir trúarlífsins – myrkar og bjartar . 72 bls . Bókaútgáfan Sæmundur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa44 Ljóð og leikhandrit
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.