Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 54

Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 54
IB Fangar Breta Höf: Sindri Freysson Vitað er með vissu um 47 Íslendinga sem Bretar handtóku á stríðsárunum frá 1940-1945 og vistuðu í fangelsum í Englandi . Þeir sátu innilokaðir í Bretlandi allt frá nokkrum mánuðum til tæplega þriggja og hálfs árs . Enginn fanganna fékk að leita sér lagalegrar aðstoðar eða verja sig fyrir dómstólum . Hér birtist saga þeirra . 344 bls . Sögur útgáfa SVK RAF Fararefni Þing um Þorstein frá Hamri Ritstj: Ástráður Eysteinsson Hér fjalla ellefu manns, skáld og fræðafólk, um verk Þorsteins frá Hamri og viðfangsefnin eru fjölbreytt . Greinasafnið varð til í framhaldi af málþingi sem efnt var til haustið 2022 um skáldið og verk hans . Ástráður Eysteinsson ritstýrir safninu og skrifar inngang . 192 bls . Forlagið - Mál og menning SVK Íslensk heimspeki Fingraför spekinnar Kaflar úr sögu íslenskrar heimspeki á miðöldum Höf: Gunnar Harðarson Í bókinni er gerð tilraun til að nálgast þá hugmynd um heimspeki sem íslenskir lærdómsmenn kynnu að hafa aðhyllst á miðöldum . Einnig er athyglinni beint að heimspekilegum rökfærslum og siðfræðilegum hugtökum . Í lokin er gefið yfirlit um rannsóknir á siðfræði Íslendingasagna . 154 bls . Hið íslenska bókmenntafélag SVK Fléttur VII Hinsegin Ísland í alþjóðlegu samhengi Ritstj: Ásta Kristín Benediktsdóttir og Elín Björk Jóhannsdóttir Hér birtast tíu greinar á sviði jafnréttis- og hinsegin rannsókna þar sem ýmsar hliðar hinsegin málefna á Íslandi eru skoðaðar í alþjóðlegu samhengi . Í bókinni er fjallað um réttindabaráttu, bakslag, hindranir og áskoranir í lífi hinsegin fólks á ólíkum tímum og einnig rýnt í tungumálið, listir og bókmenntir . Háskólaútgáfan SVK Ritsafn Sagnfræðistofnunar 45 Fornar Skálholtsskræður Úr sögu nokkurra skinnhandrita frá Skálholti Höf: Sveinbjörn Rafnsson Ritstj: Már Jónsson Fornar Skálholtsskræður er um sögu þriggja skinnhandrita sem voru við biskupsstólinn í Skálholti . Fyrst er minnisbók sem biskupar höfðu meðferðis í vísitasíuferðum um 1500 . Þá er fjallað um gamla námsbók úr prestaskóla Skálholts, þar sem er þýðing á íslensku úr klassískum kanónískum rétti . Háskólaútgáfan KIL Fornihvammur í Norðurárdal Höf: María Björg Gunnarsdóttir Fornihvammur er sögufrægur áningarstaður á leiðinni yfir Holtavörðuheiði . Saga þessa merka staðar að fornu og nýju er hér rakin allt til ársins 1977 þegar byggð lagðist af . Höfundur ólst upp í Fornahvammi og þekkir þar vel til . 200 bls . Bókaútgáfan Sæmundur IB Fólk og flakk Sagnakvöld af baksviði stjórnmálanna Höf: Steingrímur J. Sigfússon Á ferðum sínum um landið kynntist Steingrímur J . Sigfússon ótölulegum fjölda fólks, jafnt samherjum sem andstæðingum í pólitík . Hér rifjar hann upp eftirminnilegar sögur frá þessum ferðum og af Alþingi en allar einkennast þær af hlýju og húmor . 208 bls . Veröld SVK Frasabókin – ný og endurbætt Íslensk snjallyrði við hvert tækifæri Höf: Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson Ný og endurbætt frasabók með ferskum og bráðskemmtilegum frösum . Yfir tólf hundruð frasar, snjallyrði, orðtök og slanguryrði sem geta glatt vinina, afa og ömmu, frænda og frænku, mágkonu og samstarfsfélaga . Skemmtileg, fyndin og fræðandi bók sem kemur að góðum notum hvar og hvenær sem er . 228 bls . Sögur útgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa54 Fræðirit, frásagnir og handbækur SAMHYGGÐ OG SKILNINGUR. Lestur leiðir okkur í spor annarra og eflir samkennd og tilfinningagreind.

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.