Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 54

Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 54
IB Fangar Breta Höf: Sindri Freysson Vitað er með vissu um 47 Íslendinga sem Bretar handtóku á stríðsárunum frá 1940-1945 og vistuðu í fangelsum í Englandi . Þeir sátu innilokaðir í Bretlandi allt frá nokkrum mánuðum til tæplega þriggja og hálfs árs . Enginn fanganna fékk að leita sér lagalegrar aðstoðar eða verja sig fyrir dómstólum . Hér birtist saga þeirra . 344 bls . Sögur útgáfa SVK RAF Fararefni Þing um Þorstein frá Hamri Ritstj: Ástráður Eysteinsson Hér fjalla ellefu manns, skáld og fræðafólk, um verk Þorsteins frá Hamri og viðfangsefnin eru fjölbreytt . Greinasafnið varð til í framhaldi af málþingi sem efnt var til haustið 2022 um skáldið og verk hans . Ástráður Eysteinsson ritstýrir safninu og skrifar inngang . 192 bls . Forlagið - Mál og menning SVK Íslensk heimspeki Fingraför spekinnar Kaflar úr sögu íslenskrar heimspeki á miðöldum Höf: Gunnar Harðarson Í bókinni er gerð tilraun til að nálgast þá hugmynd um heimspeki sem íslenskir lærdómsmenn kynnu að hafa aðhyllst á miðöldum . Einnig er athyglinni beint að heimspekilegum rökfærslum og siðfræðilegum hugtökum . Í lokin er gefið yfirlit um rannsóknir á siðfræði Íslendingasagna . 154 bls . Hið íslenska bókmenntafélag SVK Fléttur VII Hinsegin Ísland í alþjóðlegu samhengi Ritstj: Ásta Kristín Benediktsdóttir og Elín Björk Jóhannsdóttir Hér birtast tíu greinar á sviði jafnréttis- og hinsegin rannsókna þar sem ýmsar hliðar hinsegin málefna á Íslandi eru skoðaðar í alþjóðlegu samhengi . Í bókinni er fjallað um réttindabaráttu, bakslag, hindranir og áskoranir í lífi hinsegin fólks á ólíkum tímum og einnig rýnt í tungumálið, listir og bókmenntir . Háskólaútgáfan SVK Ritsafn Sagnfræðistofnunar 45 Fornar Skálholtsskræður Úr sögu nokkurra skinnhandrita frá Skálholti Höf: Sveinbjörn Rafnsson Ritstj: Már Jónsson Fornar Skálholtsskræður er um sögu þriggja skinnhandrita sem voru við biskupsstólinn í Skálholti . Fyrst er minnisbók sem biskupar höfðu meðferðis í vísitasíuferðum um 1500 . Þá er fjallað um gamla námsbók úr prestaskóla Skálholts, þar sem er þýðing á íslensku úr klassískum kanónískum rétti . Háskólaútgáfan KIL Fornihvammur í Norðurárdal Höf: María Björg Gunnarsdóttir Fornihvammur er sögufrægur áningarstaður á leiðinni yfir Holtavörðuheiði . Saga þessa merka staðar að fornu og nýju er hér rakin allt til ársins 1977 þegar byggð lagðist af . Höfundur ólst upp í Fornahvammi og þekkir þar vel til . 200 bls . Bókaútgáfan Sæmundur IB Fólk og flakk Sagnakvöld af baksviði stjórnmálanna Höf: Steingrímur J. Sigfússon Á ferðum sínum um landið kynntist Steingrímur J . Sigfússon ótölulegum fjölda fólks, jafnt samherjum sem andstæðingum í pólitík . Hér rifjar hann upp eftirminnilegar sögur frá þessum ferðum og af Alþingi en allar einkennast þær af hlýju og húmor . 208 bls . Veröld SVK Frasabókin – ný og endurbætt Íslensk snjallyrði við hvert tækifæri Höf: Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson Ný og endurbætt frasabók með ferskum og bráðskemmtilegum frösum . Yfir tólf hundruð frasar, snjallyrði, orðtök og slanguryrði sem geta glatt vinina, afa og ömmu, frænda og frænku, mágkonu og samstarfsfélaga . Skemmtileg, fyndin og fræðandi bók sem kemur að góðum notum hvar og hvenær sem er . 228 bls . Sögur útgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa54 Fræðirit, frásagnir og handbækur SAMHYGGÐ OG SKILNINGUR. Lestur leiðir okkur í spor annarra og eflir samkennd og tilfinningagreind.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.