Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 59

Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 59
SVK Sjávarútvegur og eldi Höf: Ásta Dís Óladóttir og Ágúst Einarsson Í bókinni er fjallað um alla þætti sjávarútvegs, allt frá veiðum til sölu auk grunnþátta fiskeldis og áhrifum þessara atvinnugreina á samfélagið og framleiðslu . Umhverfis- og þróunarmál eru skoðuð auk þess sem stjórnun fiskveiða hérlendis og erlendis er lýst . Þá er einnig fjallað um alþjóðavæðingu, nýsköpun og tækifæri . 649 bls . Hið íslenska bókmenntafélag IB Skálholt: Excavations of a Bishop’s Residence and School c.1650-1790. Volume 2: The Artefacts. Höf: Gavin Lucas og Mjöll Snæsdóttir Skálholt er einn merkasti sögustaður á Íslandi . Þar var fyrst settur biskupsstóll og staðurinn var miðstöð menningar, stjórnsýslu og kirkjustjórnar í meira en 800 ár . Þetta er annað bindið af þremur sem fjalla um niðurstöður fornleifarannsókna sem fram fóru í Skálholti milli 2002 og 2007 . 366 bls . Fornleifastofnun Íslands ses IB Spánarflakk Höf: Ólafur Halldórsson Í þessari bók er flakkað um Spán í tíma og rúmi . Frásögnin er persónuleg upplifun ferðalangs sem hefur heimsótt marga staði þessa mikilfenglega lands og heillast af sögu þess og íbúum . Leiðin liggur frá sólbökuðum ströndum meginlands og eyja til harðbýlla svæða við rætur Pýreneafjalla og hásléttu Kastilíu . 174 bls . Óðinsauga útgáfa IB Spegill íslenskrar fyndni Höf: Þórunn Valdimarsdóttir Fræðileg úttekt Þórunnar á ritinu Íslensk fyndni er heilt yfir drepfyndin greining á meintum gamanmálum og stórmerkileg rannsókn á íslenskri menningu . Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur er margverðlaunaður rithöfundur og fer hér á kostum í stílfimi eins og henni er einni lagið . 168 bls . Bókaútgáfan Sæmundur KIL Svarta ekkjan Sönn saga af ömmunni flissandi, Nannie Doss Höf: Ryan Green Þýð: Ragnar Hauksson Áhrifamikil og hrollvekjandi frásögn af einum óhugnanlegasta fjöldamorðingja í sögu Bandaríkjanna . Þegar Charlie Briggs kom heim til sín einn daginn í Alabama árið 1927 voru tvær dætur hans dánar . Læknir úrskurðaði að matareitrun hefði leitt þær til dauða . Engin krufning fór fram . En Charlie grunaði konu sína, Nannie, um að hafa drepið þær . 179 bls . Ugla IB Svartir kettir, fullt tungl og rauðhærðar konur Hjátrú af ýmsum toga Höf: Símon Jón Jóhannsson Hér er fjallað um hjátrú af ýmsum toga, bæði innlenda og erlenda, gamalgróna og nýja . Leitast er við að setja efnið fram á skýran og einfaldan hátt með því meðal annars að flokka hjátrúna í efnisflokka svo sem: Dýr, tíminn, líkaminn, ástir og kynlíf, matur og drykkur, athafnir, börn, hlutir, sjúkdómar og dauði . 278 bls . Bókaútgáfan Hólar IB Svipur brotanna Líf og list Bjarna Thorarensen Höf: Þórir Óskarsson Bjarni Thorarensen (1786–1841) er jafnan talinn til höfuðskálda Íslendinga . Einkum er hans minnst sem frumkvöðuls innlendrar rómantíkur, skálds sem orti jafnt kraftmikil ættjarðar- og orustukvæði, eldheit ástarljóð, lofsöngva til norræns vetrar og minningarljóð um fólk sem átti ekki samleið með fjöldanum . 486 bls . Hið íslenska bókmenntafélag SVK Rit Árnsstofnunar nr.115 Söngbók séra Ólafs Jónssonar á Söndum : Þórunn Sigurðardóttir, Margrét Eggertsdóttir, Johnny F. Lindholm og Árni Heimir Ingólfsson Ritstj: Jóhannes B. Sigtryggsson Höf: Ólafur Jónsson á Söndum Kvæði með nótum ætluð bæði fræðimönnum og áhugafólki um tónlist og sögu íslenskrar tónlistar . 335 bls . Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum IB Söngur ljóðstafanna Höf: Ragnar Ingi Aðalsteinsson Í bókinni er safn greina um bragfræði, einkum stuðlasetningu . Rýnt er í ástæðurnar fyrir því að sérhljóðin stuðla hvert við annað, fjallað um ljóðstafinn s og flækjurnar kringum hann, gerð grein fyrir því hvernig stuðlunin skiptist niður á orð eftir því hvaða orðflokki þau tilheyra, sýnt fram á að stundum er hægt að aldursgreina ljóð . 239 bls . Hið íslenska bókmenntafélag IB Ritröð Árnastofnunar nr. 116 Tíðfordríf Jóns lærða Guðmundssonar I–II : Einar G. Pétursson Höf: Jón lærði Guðmundsson Tíðfordríf Jóns Guðmundssonar lærða er í tveimur bindum . Fyrra bindi er inngangur ásamt heimildaskrá, handritaskrá og nafnaskrá . Seinna bindi er texti Tíðfordrífs ásamt orðaskrá og nafnaskrá . Aðeins bútar hafa verið prentaðir áður . 488 bls . Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 59GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Fræðirit, frásagnir og handbækur

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.