Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 59

Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 59
SVK Sjávarútvegur og eldi Höf: Ásta Dís Óladóttir og Ágúst Einarsson Í bókinni er fjallað um alla þætti sjávarútvegs, allt frá veiðum til sölu auk grunnþátta fiskeldis og áhrifum þessara atvinnugreina á samfélagið og framleiðslu . Umhverfis- og þróunarmál eru skoðuð auk þess sem stjórnun fiskveiða hérlendis og erlendis er lýst . Þá er einnig fjallað um alþjóðavæðingu, nýsköpun og tækifæri . 649 bls . Hið íslenska bókmenntafélag IB Skálholt: Excavations of a Bishop’s Residence and School c.1650-1790. Volume 2: The Artefacts. Höf: Gavin Lucas og Mjöll Snæsdóttir Skálholt er einn merkasti sögustaður á Íslandi . Þar var fyrst settur biskupsstóll og staðurinn var miðstöð menningar, stjórnsýslu og kirkjustjórnar í meira en 800 ár . Þetta er annað bindið af þremur sem fjalla um niðurstöður fornleifarannsókna sem fram fóru í Skálholti milli 2002 og 2007 . 366 bls . Fornleifastofnun Íslands ses IB Spánarflakk Höf: Ólafur Halldórsson Í þessari bók er flakkað um Spán í tíma og rúmi . Frásögnin er persónuleg upplifun ferðalangs sem hefur heimsótt marga staði þessa mikilfenglega lands og heillast af sögu þess og íbúum . Leiðin liggur frá sólbökuðum ströndum meginlands og eyja til harðbýlla svæða við rætur Pýreneafjalla og hásléttu Kastilíu . 174 bls . Óðinsauga útgáfa IB Spegill íslenskrar fyndni Höf: Þórunn Valdimarsdóttir Fræðileg úttekt Þórunnar á ritinu Íslensk fyndni er heilt yfir drepfyndin greining á meintum gamanmálum og stórmerkileg rannsókn á íslenskri menningu . Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur er margverðlaunaður rithöfundur og fer hér á kostum í stílfimi eins og henni er einni lagið . 168 bls . Bókaútgáfan Sæmundur KIL Svarta ekkjan Sönn saga af ömmunni flissandi, Nannie Doss Höf: Ryan Green Þýð: Ragnar Hauksson Áhrifamikil og hrollvekjandi frásögn af einum óhugnanlegasta fjöldamorðingja í sögu Bandaríkjanna . Þegar Charlie Briggs kom heim til sín einn daginn í Alabama árið 1927 voru tvær dætur hans dánar . Læknir úrskurðaði að matareitrun hefði leitt þær til dauða . Engin krufning fór fram . En Charlie grunaði konu sína, Nannie, um að hafa drepið þær . 179 bls . Ugla IB Svartir kettir, fullt tungl og rauðhærðar konur Hjátrú af ýmsum toga Höf: Símon Jón Jóhannsson Hér er fjallað um hjátrú af ýmsum toga, bæði innlenda og erlenda, gamalgróna og nýja . Leitast er við að setja efnið fram á skýran og einfaldan hátt með því meðal annars að flokka hjátrúna í efnisflokka svo sem: Dýr, tíminn, líkaminn, ástir og kynlíf, matur og drykkur, athafnir, börn, hlutir, sjúkdómar og dauði . 278 bls . Bókaútgáfan Hólar IB Svipur brotanna Líf og list Bjarna Thorarensen Höf: Þórir Óskarsson Bjarni Thorarensen (1786–1841) er jafnan talinn til höfuðskálda Íslendinga . Einkum er hans minnst sem frumkvöðuls innlendrar rómantíkur, skálds sem orti jafnt kraftmikil ættjarðar- og orustukvæði, eldheit ástarljóð, lofsöngva til norræns vetrar og minningarljóð um fólk sem átti ekki samleið með fjöldanum . 486 bls . Hið íslenska bókmenntafélag SVK Rit Árnsstofnunar nr.115 Söngbók séra Ólafs Jónssonar á Söndum : Þórunn Sigurðardóttir, Margrét Eggertsdóttir, Johnny F. Lindholm og Árni Heimir Ingólfsson Ritstj: Jóhannes B. Sigtryggsson Höf: Ólafur Jónsson á Söndum Kvæði með nótum ætluð bæði fræðimönnum og áhugafólki um tónlist og sögu íslenskrar tónlistar . 335 bls . Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum IB Söngur ljóðstafanna Höf: Ragnar Ingi Aðalsteinsson Í bókinni er safn greina um bragfræði, einkum stuðlasetningu . Rýnt er í ástæðurnar fyrir því að sérhljóðin stuðla hvert við annað, fjallað um ljóðstafinn s og flækjurnar kringum hann, gerð grein fyrir því hvernig stuðlunin skiptist niður á orð eftir því hvaða orðflokki þau tilheyra, sýnt fram á að stundum er hægt að aldursgreina ljóð . 239 bls . Hið íslenska bókmenntafélag IB Ritröð Árnastofnunar nr. 116 Tíðfordríf Jóns lærða Guðmundssonar I–II : Einar G. Pétursson Höf: Jón lærði Guðmundsson Tíðfordríf Jóns Guðmundssonar lærða er í tveimur bindum . Fyrra bindi er inngangur ásamt heimildaskrá, handritaskrá og nafnaskrá . Seinna bindi er texti Tíðfordrífs ásamt orðaskrá og nafnaskrá . Aðeins bútar hafa verið prentaðir áður . 488 bls . Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 59GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Fræðirit, frásagnir og handbækur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.