Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 65

Bókatíðindi - 01.11.2024, Síða 65
Hannyrðir og matreiðsla SVK Fjórar vikur – fjögur ráð Aðferð glúkósagyðjunnar til að jafna blóðsykurinn Höf: Jessie Inchauspé Þýð: Nanna Rögnvaldardóttir Breyttu lífi þínu á aðeins fjórum vikum! Ný bók eftir höfund Blóðsykursbyltingarinnar sem sló í gegn 2023 . Hún sýnir hvernig hægt er að hafa áhrif á blóðsykurinn til hins betra og bæta bæði líkamlega og andlega heilsu . Meira en hundrað auðveldar og girnilegar uppskriftir og ótal dæmi um hvernig best er að beita hollráðum Glúkósagyðjunnar . 288 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell IB Fræ Höf: Arna Engilbertsdóttir Myndir: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Fræ hefur að geyma rúmlega hundrað fjölbreyttar uppskriftir að gómsætum réttum úr plönturíkinu . Uppskriftirnar á síðum bókarinnar eiga það sameiginlegt að vera litríkar og bragðmiklar og það er á allra færi að reiða þær fram . 304 bls . Salka IB Heklað skref fyrir skref Höf: Sally Harding Þýð: María Þorgeirsdóttir og Sigrún Hermannsdóttir 20 einfaldar uppskriftir og yfir 100 aðferðir og heklmunstur . Kennd eru fjölmörg grundvallaratriði í hekli og fjallað um aðferðir, garn, áhöld og fleira . Hvert skref er útskýrt og skýringarmyndir sýna rétta handbragðið . Ómissandi bók fyrir alla sem langar til að læra að hekla! 224 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell IB Ljúflingar – uppáhaldsföt á yngstu börnin Höf: Hanne Andreassen Hjelmås og Torunn Steinsland Þýð: Ásdís Sigurgestsdóttir og Guðrún B. Þórsdóttir Dásamlegar prjónaflíkur handa litlu krílunum . Í bókinni eru 70 uppskriftir að prjónaflíkum og fylgihlutum handa börnum frá fæðingu og upp í fjögurra ára . Hér er að finna úrval af fallegum heimferðarsettum, heilgöllum, teppum, leikföngum og fleiru . 186 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell SVK Skólapeysur Höf: Prjónafjelagið Myndir: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir Hér eru tólf uppskriftir að heilum peysum fyrir sex til fjórtán ára börn; fljótlegum, einlitum peysum, peysum með útprjóni og peysum með klassískum munsturbekkjum . Þetta er fjórða bókin frá Prjónafjelaginu sem hefur áður sent frá sér vinsælar prjónabækur með uppskriftum fyrir yngri börn . 80 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell IB Stóra brauðtertubókin Höf: Ýmsir höfundar Þegar góða veislu gjöra skal er alltaf pláss fyrir brauðtertu . Hún er órjúfanlegur hluti af matarmenningu okkar og hefur verið kölluð þjóðarréttur Íslendinga . Hér má finna fjölda girnilegra brauðtertuuppskrifta, einföld ráð, viðtöl við einlæga aðdáendur brauðtertunnar . Allt sem þú vissir ekki að þú þyrftir að vita um brauðtertur – og meira til . 224 bls . Sögur útgáfa IB Ullaræði 2 Höf: Heli Nikula Þýð: Guðrún Hannele Henttinen Finnski hönnuðurinn Heli Nikula sló í gegn fyrir örfáum árum með peysuuppskrift úr íslenskum lopa . Hún hannar undir nafninu Villahullu, sem þýðir eiginlega ullaræði, og er orðið þekkt nafn um allan heim . Aðdáendum íslenska lopans hefur fjölgað gífurlega í kjölfarið svo úr hefur orðið mikið ullaræði . 289 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell IB Þetta verður veisla Höf: Gabríel Kristinn Bjarnason Haltu matarveislu heima - án mikillar fyrirhafnar . Matreiðslubók fyrir þá sem finnst gaman að bjóða vinum og fjölskyldu heim í matarupplifun en vilja ekki hafa alltof mikið fyrir því! 96 bls . Edda útgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 65GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Hannyrðir og matreiðsla Hannyrðir og matreiðsla

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.