Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 65

Bókatíðindi - 01.11.2024, Qupperneq 65
Hannyrðir og matreiðsla SVK Fjórar vikur – fjögur ráð Aðferð glúkósagyðjunnar til að jafna blóðsykurinn Höf: Jessie Inchauspé Þýð: Nanna Rögnvaldardóttir Breyttu lífi þínu á aðeins fjórum vikum! Ný bók eftir höfund Blóðsykursbyltingarinnar sem sló í gegn 2023 . Hún sýnir hvernig hægt er að hafa áhrif á blóðsykurinn til hins betra og bæta bæði líkamlega og andlega heilsu . Meira en hundrað auðveldar og girnilegar uppskriftir og ótal dæmi um hvernig best er að beita hollráðum Glúkósagyðjunnar . 288 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell IB Fræ Höf: Arna Engilbertsdóttir Myndir: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Fræ hefur að geyma rúmlega hundrað fjölbreyttar uppskriftir að gómsætum réttum úr plönturíkinu . Uppskriftirnar á síðum bókarinnar eiga það sameiginlegt að vera litríkar og bragðmiklar og það er á allra færi að reiða þær fram . 304 bls . Salka IB Heklað skref fyrir skref Höf: Sally Harding Þýð: María Þorgeirsdóttir og Sigrún Hermannsdóttir 20 einfaldar uppskriftir og yfir 100 aðferðir og heklmunstur . Kennd eru fjölmörg grundvallaratriði í hekli og fjallað um aðferðir, garn, áhöld og fleira . Hvert skref er útskýrt og skýringarmyndir sýna rétta handbragðið . Ómissandi bók fyrir alla sem langar til að læra að hekla! 224 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell IB Ljúflingar – uppáhaldsföt á yngstu börnin Höf: Hanne Andreassen Hjelmås og Torunn Steinsland Þýð: Ásdís Sigurgestsdóttir og Guðrún B. Þórsdóttir Dásamlegar prjónaflíkur handa litlu krílunum . Í bókinni eru 70 uppskriftir að prjónaflíkum og fylgihlutum handa börnum frá fæðingu og upp í fjögurra ára . Hér er að finna úrval af fallegum heimferðarsettum, heilgöllum, teppum, leikföngum og fleiru . 186 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell SVK Skólapeysur Höf: Prjónafjelagið Myndir: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir Hér eru tólf uppskriftir að heilum peysum fyrir sex til fjórtán ára börn; fljótlegum, einlitum peysum, peysum með útprjóni og peysum með klassískum munsturbekkjum . Þetta er fjórða bókin frá Prjónafjelaginu sem hefur áður sent frá sér vinsælar prjónabækur með uppskriftum fyrir yngri börn . 80 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell IB Stóra brauðtertubókin Höf: Ýmsir höfundar Þegar góða veislu gjöra skal er alltaf pláss fyrir brauðtertu . Hún er órjúfanlegur hluti af matarmenningu okkar og hefur verið kölluð þjóðarréttur Íslendinga . Hér má finna fjölda girnilegra brauðtertuuppskrifta, einföld ráð, viðtöl við einlæga aðdáendur brauðtertunnar . Allt sem þú vissir ekki að þú þyrftir að vita um brauðtertur – og meira til . 224 bls . Sögur útgáfa IB Ullaræði 2 Höf: Heli Nikula Þýð: Guðrún Hannele Henttinen Finnski hönnuðurinn Heli Nikula sló í gegn fyrir örfáum árum með peysuuppskrift úr íslenskum lopa . Hún hannar undir nafninu Villahullu, sem þýðir eiginlega ullaræði, og er orðið þekkt nafn um allan heim . Aðdáendum íslenska lopans hefur fjölgað gífurlega í kjölfarið svo úr hefur orðið mikið ullaræði . 289 bls . Forlagið - Vaka-Helgafell IB Þetta verður veisla Höf: Gabríel Kristinn Bjarnason Haltu matarveislu heima - án mikillar fyrirhafnar . Matreiðslubók fyrir þá sem finnst gaman að bjóða vinum og fjölskyldu heim í matarupplifun en vilja ekki hafa alltof mikið fyrir því! 96 bls . Edda útgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 4 65GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Hannyrðir og matreiðsla Hannyrðir og matreiðsla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.