Jólablaðið - 01.12.1947, Page 27

Jólablaðið - 01.12.1947, Page 27
Kýrkaupin Finnsk þjóðsaga. Gamall maður bjó með syni sínum á hjáleigukoti, og áttu þeir oft erfitt uppdráttar. Einu sinni, þegar vetrarfóðnð var komið að þrotum, sendi gamli maðurinn son sinn til borgarinnar með eina kúna, og átti hann að bjóða hana til sölu, því að það var eina leiðm til þess að kaupa fóður handa hinum skepnunum. Pilturinn kom með kúna til borgarinnar, en þangað hafði hann ekki komið áður. A einni götu bæjarins mætti hann tveim ungum mönnum, reglulegum háðfuglum, sem spurðu hann: ,,Hvert ertu að fara með geitina, laxi?‘L Pilturinn svaraði ekki, því að honum fannst undarlegt það sem mennirmr sögðu. Hann grunaði, að þeir væru ekki með öllum mjalla, eða, að þeir væru að stríða honum á því, hvað kýrin var horuð og óhrjáleg, svo að hann hélt áfram ferð sinni. Ungu mennirnir þóttust vera sniðugir, lögðu lykkju á leið sína og mættu drengnum að nýju. ,,Þú ert að fara með geit á markaðinn? Hvað á hún að kosta?“ sögðu þeir með merkissvip. Piltur kannaðist ekki strax við þá, og fór nú að velta þessu fyrir sér: ,,Hvorir hafa nú rétt fyrir sér, þeir eða ég, þar sem fleiri halda því fram, að kýrin mín sé geit?" Hann virti þá samt ekki svars, heldur fór leiðar sinnar og danglaði í beljuna með keyrinu sínu. En spjátrungarmr gáfust ekki upp, konni í þnðja sinn í flasið á pilt- inum, buðu góðan dag og sögðu: ,,Sjáum nú til, hér ertu kominn og hefur geit til sölu. Viltu selja okkur geitina þína?“ • Pilturinn var nú fannn að halda, að hann hefði geit meðferðis, úr bví alhr sögðu það. Loks svaraði hann:

x

Jólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1984

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.