Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 6

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 6
Hann gegndi um tíma starfi formanns Land- græðslusjóðs sem er sérsjóður á vegum Skóg- ræktarfélags íslands og hann hefur setið í rit- nefnd þessa rits. Fyrir hönd Skógræktarfélags íslands færi ég Sigurði bestu þakkir fyrir gott og náið samstarf á undanförnum árum og vona að því sé ekki lokið þótt hann hafi nú haft vistaskipti. JÓN LOFTSSON SKÓGRÆKTARSTJÓRI 1990- Jón Loftsson lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1967 og dvaldist síðan við verknám í skógrækt á Jótlandi veturinn 1967- 68. Skógræktarnám stundaði hann í Noregi, fyrst fornám við Landbúnaðarháskólann í Kóngsbergi 1968-70 en síðan við Landbúnaðarháskólann að Ási 1970-73 og lauk þaðan kandidatsprófi. Fram- haldsnám á Ási 1973-74. Vorið 1974 réðst hann til Skógræktar ríkisins að Hallormsstað og varð aðstoðarskógarvörður til 1978. Hann var skipaður skógarvörður á Austur- landi með búsetu á Hallormsstað 1978 og gegndi því starfi til ársloka 1989 er hann tók við starfi skógræktarstjóra. í skógarvarðartíð sinni á Hallormsstað hefur Jón látið til sín taka á mörgum sviðum. Hann hefur m. a. eflt til muna plöntuuppeldi í gróðrar- stöð Skógræktar ríkisins á staðnum og bætt gróð- urhúsakostinn og tekið upp nýtískulegar fram- leiðsluaðferðir, s.s. með fjölpottaplöntum. Hann hefur jafnframt stutt hugmyndir um bændaskógrækt dyggilega og unnið að framgangi þess máls. Sérgrein Jóns innan skógræktarinnar er viðar- tækni þar sem fjallað er sérstaklega um eiginleika og meðferð viðar. Hann hefur síðan 1983 verið fulltrúi Skógræktar ríkisins í Norræna skóg- vinnuráðinu (NSR) en það er stærsti vinnuhópur- inn innan vébanda norrænu samstarfsnefndar- innar um rannsóknir í skógrækt, leiddi seta hans þar til þess, að íslendingar urðu þátttakendur í fyrsta samnorræna rannsóknaverkefninu í skógrækt. Skógræktarfélag íslands væntir góðs samstarfs við nýjan skógræktarstjóra og óskar Jóni Lofts- syni allra heilla í framtíðinni. 4 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.