Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 17
Dagarfrá 1. september 1988
Days from 1. September 1988
6. mynd. Samband stœrðar og affalla á hálfgrónum mel. Sýnt er lilutfall lifandi birkiplantna eftir stœrðarflokkum.
Stærð ermældsemfjöldi blaða umfram kímblöð í byrjunseptember 1988. Yfir70% af stœrstuplöntunum vorulifandi
ári eftir mælingu, en af minnstuplöntunum lifðu aðeins um 3%. Öllum meðferðum hefur verið slegið saman.
Fig. 6. Relationship between size of birch seedlings in autumn and subsequent winter survival. Seedling size is
expressed as in fig. 5. All treatments are pooled.
með sáningu birkis megi stuðla að æskilegri gróð-
urþróun á landi sem hefur verið grætt upp með
hefðbundnum hætti, þ.e. með áburðargjöf og
sáningu grasfræs. Einnig er rannsakað hvaða
áhrif áburðargjöf og húðun birkifræs hcfur á
spírun, vöxt og afföll við slíkar aðstæður. Þarsem
þessar tilraunir eru enn á byrjunarstigi liggja
niðurstöður ekki fyrir nema að litlu leyti. Hvað
varðar spírun eru þær í samræmi við fyrri niður-
stöður.
ÁBENDINGAR UM SÖFNUN
BIRK.IFRÆS OG SÁNINGU
Með því að nýta sér gamla reynslu og niður-
stöður rannsókna, sem liggja nú fyrir, má reyna
að gefa nokkur ráð til þeirra sem áhuga hafa á að
notfæra sér birkisáningar til landgræðslu eða
skógræktar. Skipta má starfinu í þrjá eftirfarandi
þætti:
1. Söfmin fræs, meðferð <>g geymsla
Birki hefur að jafnaði þroskað fræ hér á landi í
byrjun október og er þá kominn tími til fræsöfn-
unar. Fræinu má safna fram eftir hausti á meðan
það helst í einhverjum mæli á trjánum. Það auð-
veldar tínsluna að bíða fram yfir lauffall og best
er að velja til þess þurra daga sé þess kostur.
Reklarnir eru tíndir í heilu lagi og þeim safnað í
ílát. Þurrka verður fræið strax að söfnun lokinni
og er auðveldast að gera það með því að breiða úr
því á gólfi og velta því til öðru hvoru. Eftir
þurrkun má hreinsa óhreinindi úr fræinu með því
að renna því í gegnum gróft sigti. Fræið er síðan
geymt á svölum og þurrum stað þar til að sáningu
kemur. Hægt er að geyma birkifræ í tvö til þrjú ár
án þess að það ónýtist, en árangursríkast er að
nota það á fyrsta ári eftir söfnun (Kofoed-Hansen
1934, Hákon Bjarnason og Einar G. Sæmundsen
1949). Ágæt regla er að merkjafræiðogskráhvar
því var safnað, hvenær og af hverjum. Sé fræinu
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
15