Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 19
það sennilega mun meira um árangur en árstími
sáningar eða sáðmagn. Fræ birkisins eru smá og
hafa litla forðanæringu. Fræplöntunum vegnar
því illa í samkeppni við annan gróður og einnig á
algjörum berangri. Fræinu ber því að sá í hálf-
gróið land með eyðum í gróðursverði, t.d. hálf-
gróin holt, hraun og mela eða gamlar landgræðslu-
sáningar þar sem graslag er tekið að gisna. í slíku
landi er árangurs að vænta. Fræinu skal alls ekki
sá beint í algróið land, svo sem graslendi, móa
eða mosaþembur og ekki í ógróna sandjörð,
vikra eða flög. Skapa má skilyrði fyrir sáningu í
gróið land með því að rnynda eyður í gróðurlag,
t.d. með því að rista ofan af eða nota jarðvinnslu-
tæki eins og lýst er hér að framan. Einnig getur
komið til álita að undirbúa land með því að
brenna sinu og mosalag, eða með því að ofbeita
það um tíma með hrossum, en við það myndast
sár í gróðurþekjuna (Sigurður H. Magnússon
1989).
Árstími sáningar er mikilvægur þáttur, en
skiptir sennilega ekki sköpum. Vænlegast er að sá
síðla hausts, en ágætur árangur getur einnig orðið
af vorsáningum, eins og dæmin sýna. Dragist sán-
ing fram á sumar verða kímplönturnar mjög smá-
ar og illa búnar undir veturinn. Er því mikilla
affalla að vænta. Rannsóknir benda til að þetta
komi ekki að mikilli sök þar eð hluti fræja sem
sáð er að sumri spírar ekki fyrr en á næsta vori.
Fræmagn ber að athuga við sáningu. Sennilega
hættir flestum til að ofnota fræið og sá fullþétt.
Ástæða er til að stilla fræmagninu í hóf og reyna
frekar að konia því á sem flesta staði. Sé tekið
mið af sáðmagni sem notað er við birkisáningar í
gróðrarstöðvum, mætti miða við að nota um hálft
kg af birkifræi á hvern hektara lands. Erfitt getur
þó reynst að koma við nákvæmni og er ástæðu-
laust að leggja um of áherslu á sáðmagnsþáttinn.
Sáningaraðferð er einföld, en fræinu má handsá
yfir þau svæði sem talin eru búa yfir hagstæðum
spírunar- og uppvaxtarskilyrðum. Gott er að
þjappa jarðveginn með fæti eftir sáningu eða
valta hann, verði því við komið. Jarðvegi má alls
ekki róta yfir fræið.
Sáning birkifræs með öðru fræi eða áburði
getur komið til álita, og sama er að segja um
húðun þess. Þar sem land er nær gróðurlaust, svo
sem á illa grónum melum eða í moldarflögum,
má vænta árangurs af sáningu birkifræs, sé því
blandað við grasfræ og tilbúinn áburð. í fræverk-
unarstöðinni í Gunnarsholti er aðstaða til hreins-
unar birkifræs og húðunar. Húðað fræ er þægilegt
í meðförum og auðveldara er að sá því með
tækjum en óhúðuðu fræi. Húðun fræsins er þó
engin forsenda þess að árangur náist við sáningar
á víðavangi og er alls ekki nauðsynleg ef ætlunin
er að handsá fræi í land.
3. Eftirlit
Ef grannt er skoðað má greina árangur af sán-
ingu birkifræs á fyrsta ári, en til þess verða menn
að leggjast á fjóra fætur og rýna í sáðblettina.
Birkiplönturnar verða ekki mj ög áberandi fyrr en
þremur til fjórum árum eftir sáningu. Ef land er
mjög rýrt og sá gróður lítill er veitir birkinu sam-
keppni. getur það verið til bóta að dreifa örlitlu af
tilbúnum áburði á sáðblettina þar sem birkið er
að komast á legg. Nauðsynlegt er að halda landi,
sem birki hefur verið sáð í, friðuðu fyrir beit.
ÞAKKARORÐ
Rannsóknir þær sem hér er fjallað um hafa ver-
ið styrktar af Vísindasjóði og Landgræðslu- og
landverndaráætlun III 1987-1991. Landgræðsla
ríkisins hefur lagt þeim mikið lið og einnig hafa
þær notið stuðnings Skógræktar ríkisins. Sturla
Friðriksson og Jón Guðmundsson lásu handrit að
greininni. Höfundar færa þessum aðilum bestu
þakkir.
HEIMILDIR
Andrés Arnalds, 1989. Endurheimt birkiskóga.
Grœðum ísland. Landgrœðslan 1988. Árbók
II, bls. 89-96.
Ágúst Árnason, 1989. Sáning birkis á víðavangi.
Ársrit Skógrœktarfélags íslands, bls. 112-113.
Eggert Konráðsson, 1936. Birkisáðreitir í Vatns-
dal. Búfrœðingurinn, og endurbirt í Arsriti
Skógrœktarfélags íslands 1989, bls. 108-110.
Hákon Bjamason, 1979. Birkilundurinn í Hauka-
dal. Ársrit Skógræktarfélags íslands, bls. 48-
50.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
17