Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 21
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM
Heiði
Gróðurlendi - landslag - fjallvegir
Öll mín uppvaxtarár, frá því ég fyrst man að ég
skynjaði umhverfi og þó einkum fjallahringinn,
hafði ég daglega þrjár heiðar fyrir augum: Vaðla-
heiði, Leirdalsheiði, og Laugalandsheiði. Vaðla-
heiðin, langt fjall, sem lokaði mér öllu austrinu,
með nær algróinni hlíð sinni. Hún var með
ávölum brúnum, nær klettalaus, með grunnum
skörðum, nánast aðeins dældum. Var hún harla
ólík hinni hvassbrýndu hnjúkaröð Hörgárdals-
fjalla í vestrinu. Leirdalsheiðin, raunar eins oft
kölluð Leirdalur, var tilsýndar líkust skarði milli
tveggja fjalla, sem opnaðist út í óendanleika
norðursins. Oft var hún full af þoku, eða alsnjóa
þótt bjart væri inn með Vaðlaheiði og hún e.t.v.
aðeins grá í brúnum. I suðri blasti Laugalands-
heiðin við sjónum. Hún er í rauninni breiður
hjalli, aflíðandi upp undir háfjöllin, er skilja
Þelamörk og Kræklingahlíð, er rísa hæst í Strýtu
upp af Vindheimajökli. Heiðin er algróin að kalla
með mismunandi gróðri, en skóglaus. Þótti hún
gott sauðland jafnt á vetri sem sumri.
Eigi alllangt ofan heiðarbrúnar var býlið Heið-
arhús. Áreiðanlega í fyrstu beitarhús eða sel frá
Laugalandi. Síðar hjáleigukot nú löngu komið í
eyði.
Enga grein gerði ég mér fyrir mun þessara
heiða, heyrði að vfsu aðrar heiðar nefndar, en
skeytti því engu. En svo kynntist ég gömlum
manni, sem á unga aldri hafði farið í göngur á
Auðkúluheiði og allt suður í Gránunes og að
Hvítárvatni á Kili. Hann opnaði mér fyrstur
manna undraheim öræfanna og vakti í mér löng-
un til að kynnast þeim. En hann gerði meira.
Hann gaf mér hugmynd um landslag og víðáttur
heiðaflatneskjunnar suður af Húnavatnssýslu.
Féll sú mynd að nokkru saman við mynd Lauga-
landsheiðar í huga mér. Eftir það var „heiði“ í
huga mínum tiltölulega flatt fjalllendi með vötn-
um og mýraflákum og ásum eða lágum hæðum á
milli. En svo fór ég í göngur fram í Bakkasel á
fermingaraldri. Þá gaf mér sýn vestur gegnum
Öxnadalsheiði, sem ég oft hafði heyrt nefnda. Og
sjá, hún var þá þröngur dalur með snarbröttum,
skriðurunnum hlíðum. Enn ný heiðarmynd.
Árin liðu. Sumarið 1930 kom ég ungur og
óreyndur grasafræðingur suður í Flóa. Þar heyrði
ég fólkið í Sandvík tala um heiðina upp við Ölfus-
á. Við skoðun kom í ljós, að þetta var samskonar
land og kallast móar á Norðurlandi, lyng og ann-
ar runngróður, krækilyng o.fl., að vísu minni en
oftast í móum nyrðra, en þursaskegg drottnandi
og grámosi nokkur. Þarna var þá komin fjórða
heiðin eða fja.ll, hálendisflatneskja, þröngur dal-
ur og nú flatlendir, þýfðir móar. Sunnlendingar
Af Sandsheiði. Mynd: Einar Gíslason, 1970.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS tSLANDS 1990
19