Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 21

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 21
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM Heiði Gróðurlendi - landslag - fjallvegir Öll mín uppvaxtarár, frá því ég fyrst man að ég skynjaði umhverfi og þó einkum fjallahringinn, hafði ég daglega þrjár heiðar fyrir augum: Vaðla- heiði, Leirdalsheiði, og Laugalandsheiði. Vaðla- heiðin, langt fjall, sem lokaði mér öllu austrinu, með nær algróinni hlíð sinni. Hún var með ávölum brúnum, nær klettalaus, með grunnum skörðum, nánast aðeins dældum. Var hún harla ólík hinni hvassbrýndu hnjúkaröð Hörgárdals- fjalla í vestrinu. Leirdalsheiðin, raunar eins oft kölluð Leirdalur, var tilsýndar líkust skarði milli tveggja fjalla, sem opnaðist út í óendanleika norðursins. Oft var hún full af þoku, eða alsnjóa þótt bjart væri inn með Vaðlaheiði og hún e.t.v. aðeins grá í brúnum. I suðri blasti Laugalands- heiðin við sjónum. Hún er í rauninni breiður hjalli, aflíðandi upp undir háfjöllin, er skilja Þelamörk og Kræklingahlíð, er rísa hæst í Strýtu upp af Vindheimajökli. Heiðin er algróin að kalla með mismunandi gróðri, en skóglaus. Þótti hún gott sauðland jafnt á vetri sem sumri. Eigi alllangt ofan heiðarbrúnar var býlið Heið- arhús. Áreiðanlega í fyrstu beitarhús eða sel frá Laugalandi. Síðar hjáleigukot nú löngu komið í eyði. Enga grein gerði ég mér fyrir mun þessara heiða, heyrði að vfsu aðrar heiðar nefndar, en skeytti því engu. En svo kynntist ég gömlum manni, sem á unga aldri hafði farið í göngur á Auðkúluheiði og allt suður í Gránunes og að Hvítárvatni á Kili. Hann opnaði mér fyrstur manna undraheim öræfanna og vakti í mér löng- un til að kynnast þeim. En hann gerði meira. Hann gaf mér hugmynd um landslag og víðáttur heiðaflatneskjunnar suður af Húnavatnssýslu. Féll sú mynd að nokkru saman við mynd Lauga- landsheiðar í huga mér. Eftir það var „heiði“ í huga mínum tiltölulega flatt fjalllendi með vötn- um og mýraflákum og ásum eða lágum hæðum á milli. En svo fór ég í göngur fram í Bakkasel á fermingaraldri. Þá gaf mér sýn vestur gegnum Öxnadalsheiði, sem ég oft hafði heyrt nefnda. Og sjá, hún var þá þröngur dalur með snarbröttum, skriðurunnum hlíðum. Enn ný heiðarmynd. Árin liðu. Sumarið 1930 kom ég ungur og óreyndur grasafræðingur suður í Flóa. Þar heyrði ég fólkið í Sandvík tala um heiðina upp við Ölfus- á. Við skoðun kom í ljós, að þetta var samskonar land og kallast móar á Norðurlandi, lyng og ann- ar runngróður, krækilyng o.fl., að vísu minni en oftast í móum nyrðra, en þursaskegg drottnandi og grámosi nokkur. Þarna var þá komin fjórða heiðin eða fja.ll, hálendisflatneskja, þröngur dal- ur og nú flatlendir, þýfðir móar. Sunnlendingar Af Sandsheiði. Mynd: Einar Gíslason, 1970. ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS tSLANDS 1990 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.