Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Qupperneq 22

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Qupperneq 22
Fljótsheiði í Suður-Þingeyjarsýslu. Mynd: Sig. Blöndal, 09-07-87. einir virtust nota heiðarnafnið í þeirri merkingu. Að vísu heita víðáttulyngmóaflesjur á Melrakka- sléttu Vestursléttuheiði, eða bara „Heiði“ í dag- legu tali tengd við hálendið. En sem ég stóð þarna f Flóa- heiðinni fyrrnefndu, minntist ég allt í einu jósku heiðanna, sem ég hafði farið um nokkrum árum fyrr. Þær voru svo langt sem augað eygði lynggrónar flesjur, líkar íslenskum lyngmóum, nema lítt þýfðar, en móaþýfið okkar er að ýmsu leyti séríslenskt fyrirbæri. Jósku heiðarnar eru síst hærri yfir sjó en ásarnir og hæðirnar, er skilja að dali Austur-Jótlands. Þar nefnir enginn heiði, enda er landið skógi vaxið, þar sem því hefur ekki verið breytt í akurlendi. En heiði hefir hlotið enn eina furðu óskylda merkingu í íslensku, og það er fjallvegur milli byggða, bæði heilla landshluta svo sem Holta- vörðuheiði og Hellisheiði, eða tveggja dala t.d. Hjaltadalsheiði. Heiðaheiti fjallveganna eru óháð landslagi, víðlendir hálendisflákar, Holta- vörðuheiði, Öxarfjarðarheiði, langir dalir, Öxna- dalsheiði, Lónsheiði, lágir hálsar, Staðarheiði í Grunnavík, eða jafnvel skörð svo sem Reykja- heiði í Ólafsfirði. Svör manna, sem einungis þekktu einn heiðarveg og ættu að skilgreina orðið heiði, yrðu því harla ólík, eftir því hvaða heiði þeir hefðu farið. Rétt eins og lýsingar blindu mannanna í dæmisögunni um fílinn fóru eftir því, hvort þeir höfðu þreifað á rana, fótlegg eða búk skepnunnar. Þegar litið er til merkingar orða samsvarandi heiði (hede, heide, heath) í tungumálum um norðanverða Evrópu er langalgengasta merk- ingin skóglaust land vaxið lyngi og kjarri, og svo nátengt er landið lynggróðrinum að á ensku heitir beitilyng heather, en beitilyng er drottnandi teg- und á heiðum Skotlands, Norður-Þýskalands, Jót- lands og víðar. Hvergi er þar tekið mið af sérstöku landslagi eða hæð landsins yfir sjó. í Skandínavíu eru slík gróðurlendi einkum til fjalla, og eru kennd við einkennistegundir, lyng og lágvaxið kjarr, mosa eða fléttur. Hin tvö síðasttöldu svara til mosaþembu og fjallagrasa- eða hreindýramosa- móa hér á landi. í færeysku merkir heiði grýtt fjalllendi. Islensk orðsifjabók telur, að uppruna- leg merking orðsins sé líklega lyng- eða kjarr- lendi. Það er því nokkurn veginn víst að „heiðin“ í Flóanum sé fomt mál, sem landnámsmenn hafa flutt með sér hingað. Vel hefir það nafn og hæft hinu skóglausa landi ofan skógarmarkanna, t.d. heiðanna milli Borgarfjarðar og Húnaþings og upp af Þingeyjar- og Múlasýslum. En það var ekki landslagið, sem réði heiðarnafninu þar, heldur skógleysið og gróðurfarið. Hvergi nema á Islandi heita fjallvegir „heiði“. En líklega er það algengasta nafnið á fjallvegum hér, þótt þeir séu að vísu einnig kenndir við fjall og skarð. Að vísu felur nafnið ekki í sér aðeins veginn sjálfan, heldur landsvæðið, sem hann ligg- ur um. Raunar hefði oftast a.m.k. í fyrstu verið réttara að tala um leiðir en vegi, svo sem enn er gert um Landmannaleið. Áður en horfið verður að því að ræða um hvernig heiði verður nafn á fjallvegum, skal getið heiða við Eyjafjörð. í hinum mikla fjallgarði á Tröllaskaga eru nokkrar „heiðar“, sem öllum er sameiginlegt að þær tengja saman byggðir Eyja- fjarðar og Skagafjarðar, eða innan Eyjafjarðar- svæðisins. Eru þær taldar sunnan frá, Öxnadals- heiði, Hörgárdalsheiði, Hjaltadalsheiði, Heljar- dalsheiði, Reykjaheiði milli Svarfaðardals og Ólafsfjarðar, og Lágheiði. Aðrar fjallaleiðir í þessum fjallgarði munu kenndar við fjall (Nýja- bæjarfjall), skarð (Siglufjarðarskarð, Héðins- skörð) eða jökul (Tungnahryggsjökull). Austan Eyjafjarðar eru dalsheiðamar Leirdals- heiði og Flateyjardalsheiði. Hin fyrri tengir Höfða- hverfi og Hvalvatnsfjörð en hin síðari Fnjóskadal og Flateyjardal, og er raunar hluti hins langa 20 ARSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.