Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Qupperneq 26
Lágar hálendisflesjur voru vaxnar heiðagróðri,
þær fengu heiðanöfn (húnvetnsku heiðarnar).
Leiðir milli byggða, oft í alldjúpum dölum, lágu
þar sem hæst bar um skóglaust land, og því var
talað um, að leiðin lægi yfir „heiðina". Dalurinn
og leiðin fékk síðan heiðarnafnið (Öxnadals-
heiði). Hið evrópska heiti heiði glataðist að
mestu í merkingunni tiltekið gróðurfar, en varð
nafn á landslagsformum og fjallvegum.
Að lokum skal brugðið upp mynd af því,
hvernig margnefndir heiðavegir við Eyjafjörð
komu á landnámsöld ferðamanni, er fór til
nágrannabyggða, fyrir sjónir. Er hann fór vestur
til Skagafjarðar og kom upp fyrir skógi eða
kjarri vaxnar brekkurnar ofan við Bakkasei, varð
fyrir honum heiðagróður, er hélst allt vestur í
Skógarhlíð, þar sem veðursæld Norðurárdals
leyfði skóginum að teygja sig lengst upp í heiðar-
dalinn.
Ef ferðamaðurinn fór út í Fjörðu, lá leið hans
úr skógi vöxnu Höfðahverfinu upp á Leirdalsheið-
ina vaxna kyrkingslegum fjallagróðri. Sennilega
hefir samfellt kjarr verið víða í Fjörðunum, en
annars víðlendar mýrar, sem engum dytti í hug
að kalla heiði.
Ef hann loks færi norður yfir Vaðlaheiði kæmi
hann á raunverulegan heiðagróður, er komið var
upp úr skógunum í vesturhlíð Vaðlaheiðar, sem
sannanlega hafa náð upp undir brúnir, og Fnjóska-
dalsskógarnir mættu honum síðan við austur-
brúnina. Allar leiðirnar lágu yfir heiðalönd milli
skóglenda. (Ég nota áttirnar úí=norður, og
nor<5nr=austur, eins og enn var málvenja í æsku
minni, enda þótt flestir segi nú austur í Vaglaskóg.)
Samantekt þessa ber ekki að skoða sem fræði-
lega rannsókn, heldur sem ábendingu eða um-
ræðugrundvöll. Ég hefi gert hana eingöngu eftir
minni, þar eð sjóndepra tálmar mér frá að nota
landabréf og leita heimilda. Allt um það munu
meginlínurnar réttar, þótt þörf sé á að fylla betur
í myndina.
Akureyri á hvítasunnu 1990.
Akurnesingar
Gefum bænum okkar hlýlegt umhverfi
með því að gróðursetja trjáplöntur í garða og
trjáræktarsvæði bæjarins.
Tökum afgerandi forystu í umhverfismálum
sveitarfélaga á komandi árum.
Bætt umhverfi - betra líf
Gardyrkjustjóri Akraness
24
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990