Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 33
úr plógförunum. Þetta sést greinilega á þriðju
myndinni.
Tvö ár liðu og tveir vetur, sem reyndust ungri
stafafuru víða um land þungir í skauti, eins og allt
skógræktarfólk þekkir. Nú var ég orðinn spennt-
ari en nokkru sinni fyrr að komast út í Eiða (eins
og við Upphéraðsmenn segjum), því að ég hafði
engin tíðindi af líðan stafafurunnar þarna á
alviðrunni vestan Húsatjarnaráss.
Hinn 23. sept. 1990 er ég staddur á Egils-
stöðum og fæ syni mína tvo til þess að skjótast
með mig út eftir. Eftirvæntingin var nú enn meiri
en 1987. Og viti menn: Hér stóðu stafafuru-
plönturnar sílgrænar og hraustar, engin merki
um tvo erfiða vetur, og höfðu nú enn hert á sér
svo um munaði. Fjórða myndin er til vitnis um
það. Hún sýnir einnig það sama og myndin, sem
tekin var tveimur árum fyrr, að plönturnar voru
enn hæstar, þar sem vatn stóð uppi í plógstrengj-
unum.
E>ví má svo bæta við þessa sögu, að nokkrar
stafafuruplöntur af Skagwaykvæmi, sem gróður-
settar voru á Eiðum einhvern tíma á 7. áratugn-
um, vaxa ljómandi vel í mólendi. Éger því heldur
bjartsýnn á framtíð Skagwayfuru á þessu svæði,
sem er hins vegar utan þess, sem vænlegt getur
talist fyrir rússa- og síberíulerki.
ÚRVALS ÁBURÐUR
Garðnæring fyrir skrúðgarða í 1 kg. pökkum.
Blómanæring fyrir stofublóm og gróðurhúsajurtir
í 1/2 og 5 lítra brúsum.
Mosaeyðir fyrir grasflatir í 2ja kg. pökkum.
Kálkorn fyrir matjurtagarðinn í 5 og 10 kg. pokum.
Graskorn fyrir grasflatir í 5 kg. pokum.
Trjákorn fyrir tré og runna í 5 kg. pokum.
Skeljakalk fyrir allan garðinn í 5 kg. pokum.
Blákorn fyrir matjurtir og skrúðgarða í 5 og 10 kg. pokum.
ÁBURDARVERKSMIÐJA RÍIvISINS
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
31