Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 42

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 42
1. Lengd tímabils frá því að kostað er til skóg- ræktar og þar til afurðir skógarins eru seldar. 2. Stofnkostnaður skógræktar. 3. Verð afurða. 4. Kostnaður við skógarhögg. 5. Kostnaður við hirðingu skógar. Hægt er að líta á hagkvæmni nytjaskógræktar á íslandi frá tveimur hliðum: Frá sjónarhóli ríkisvalds sem greiðir stofn- kostnað, þ.e. þjóðhagslega hagkvæmni. Par vegur arðsemi skógræktarinnar þungt en aðrir þættir hafa einnig mikil áhrif, s. s. stuðningur við aðrar greinar landbúnaðar, áhrif á framleiðslu annarra landbúnaðarafurða, sparnaður á gjaid- eyri, byggða- og umhverfissjónarmið. Frá sjónarhóli iandeiganda hlýtur hagkvæmni skógræktar að vera mikil þar sem hann sleppur að meiri hluta við að greiða stofnkostnað fram- kvæmda. Á móti kemur að hann verður að meta hvort og hve mikið skógræktin takmarki eða hafi í för með sér aukinn kostnað við annan búrekst- ur. Það sem líklega hefur einna mest letjandi áhrif á landeigandann er hve iangur tími líður þar til skógurinn fer að gefa af sér tekjur í einhverjum mæli. Þeir sem taka ákvörðun um að leggja út í nytjaskógrækt verða komnir undir græna torfu áður en skógurinn gefur af sér verulegar tekjur. Aftur á móti má líta þannig á, að strax þegar byrjað er að planta skógi eykst verðmæti jarðar- innar sem fjárfestingunni nemur. Eigandinn stendur uppi með verðmætari jörð þó að afurðir skógarins láti á sér standa. HUGLEIÐINGAR UM MÖGULEIKA Á SÖLU AFURÐA Það er sjálfsagt álit margra að nokkuð ótíma- bært sé að fara að velta fyrir sér möguleikum á sölu afurða úr nytj askógi, sem falla ekki til fyrr en eftir tugi ára. Það er þó afar mikilvægt að gera sér einhverja grein fyrir því hvort markaður sé fyrir þær afurðir sem á að framleiða - í þessu dæmi trjávið. Erfitt er að spá fyrir hvernig markaður fyrir trjávið á eftir að þróast. Sé litið á sögu trjáviðar- framleiðslu hefur verð á trjáviði hækkað að með- altali um 1% á ári síðustu öldina sem bendir til þess að ekkert lát sé á eftirspurn eftir viðarafurð- um. Það er eindregið álit færustu sérfræðinga í markaðsmálum þessara afurða. Helstu viðarafurðir skógræktar nú á dögum eru: 1. Borðviður. Hann er verðmætastur þeirra viðarafurða, sem hér eru taldar upp. Gerðar eru miklar kröfur til gæða trjábolanna. Þeir þurfa t. d. að vera langir, nægilegagildirog beinir. Verð er breytilegt eftir gæðum og trjátegundum. Borðviður fellur ekki til í verulegum mæli fyrr en við lokahögg. Vinnsla er einföld og krefst lítillar fjárfestingar. Ef gert er ráð fyrir að rækt- aður verði nytjaskógur á 5000 ha á Eyjafjarðar- svæðinu, árlegur meðalvöxtur verði 3 rúmmetrar og þar af 30% borðviður, falla til um 4500 rúm- metrar af borðviði á ári sem er mun meira viðar- magn en þarf til að standa undir rekstri lítillar sögunarmyllu. Minnsta gerð sögunarmyllu (,,bændamylla“) getur afkastað allt að 10-12 m3 á dag eða um 2400-2900 m3 á ári. í Noregi er stofn- kostnaður flytjanlegrar „bændamyllu" um 2,6 milljónir kr. Slík sögunarmylla er talin hagkvæm þó að hún sé aðeins í notkun í 20 daga á ári hverju (Nagoda 1988). 2. Beðmis- og spónaplötuviður. Litlar kröfur eru gerðar til gæða trjábolsins en viðurinn þarf að vera ferskur og óskemmdur. Verð er misjafnt milli tegunda en alltaf mun lægra en á borðviði. Beðmisverksmiðjur eru mjög stórar og óhugs- andi er að slík verksmiðja verði reist á Islandi. Spónaplötuverksmiðjur eru minni. Beðmisvið verður því að selja úr landi. Á engu öðru nytjaskógasvæði á landinu er jafn- stutt í hafskipahöfn og á Eyjafjarðarsvæðinu þannig að fiutningskostnaður, sem oft er tak- markandi þáttur við sölu á ódýrari viðarafurðum, verður í lágmarki. 5000 ha nytjaskógur gæti gefið af sér 9000 rúmmetra af beðmisviði árlega, ef miðað er við að 60% skógarins nýtist sem beðm- isviður. Þar að auki væri hægt að bæta við afskurði úr borðviðarframleiðslunni sem er um 30% eða 1400 rúmmetrar. Þetta er mjög hæfilegt magn í 1 til 2 stóra skipsfarma. 3. Iðnviður. Kröfur til viðargæða eru í lág- marki og verð lægra en á beðmisviði. Oftast er notaður viður af tegundum sem ekki er hægt að 40 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.