Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 43
nota í borðvið og beðmisvið, t. d. kræklótt eik og
lind. Viöurinn er notaður sem afoxari við fram-
Ieiðslu á járni og járnblöndum.
íslenskur iðnviður fyrir íslenskar verksmiðjur
gæti vel verið samkeppnishæfur við erlendan
iðnvið og beömisvið til útflutnings. Nálægð við
verksmiðju skiptir þó verulegu máli. T.d. væri
erfitt fyrir iðnvið á Eyjafjarðarsvæðinu að keppa
við iðnviðarframleiðslu á Suður- og Vesturlandi
um hráefni fyrir járnblendiverksmiðjuna á
Grundartanga.
4. Eldiviður. Sömu kröfur eru hér gerðar og
fyrir iðnvið en þar sem mikið framboð er á ódýrri
orku til upphitunar er hætta á að verðið verði svo
lágt að vinnsla borgi sig ekki. Á Eyjafjarðarsvæð-
inu er upphitun með jarðvatni yfirgnæfandi.
Markaður fyrir eldivið veröur því að öllum lík-
indum mjög lítill.
Miðað við önnur nytjaskógasvæði á landinu
eru kostirnir við Eyjafjarðarsvæðið margir,
t. a. m. nálægð við góða hafskipahöfn og stórt og
samfellt skógræktarsvæði, lauslega áætlað 5000
ha. Ókostirnir eru að möguleikar á sölu á eldiviöi
og iðnviði eru í dag litlir og meðaltals-ársvöxtur
verður að öllum líkindum minni en á Suður- og
Austurlandi.
LOKAORÐ
í þessari grein hefur verið fjallað um nytja-
skógrækt í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði. Lögð
er áhersla á landfræði- og gróðurfarslega mögu-
leika til nytjaskógræktar í hreppnum.
Hér eru einnig sýnd dæmi um stofnkostnað við
nytjaskógrækt í hreppnum og vangaveltur um
hagkvæmni og möguleika á sölu afurða.
Að vissu leyti er hér um tímamótaverk að ræða
hvað varðar áætlanagerð í skógrækt á Islandi.
Aldrei fyrr hefur heill hreppur verið tekinn fyrir
og landfræðilegir möguleikar á nytjaskógrækt
kannaðir til hlítar. Mikil vinna liggur að baki
þessa skipulags og vonandi verður eftirmáli þess
viðburðaríkur. Það veltur nú á landeigendum og
ríkisvaldi hvort þau skógræktaráform sem hér
hafa verið kynnt séu dagdraumar einir eða geti
orðið að veruleika.
HEIMILDIR
Haukur Ragnarsson, 1986: Landnýting á Islandi.
Kort. Landbúnaðarráðuneytið. Bls. 75.
Markús Á. Einarsson, 1976: Veðurfar á Islandi.
Iðunn, Reykjavík. Bls. 76.
Nagoda, L., 1988: Mobile sagbruk. Skogeieren
(6/7). Bls. 30-31.
Garð- og trjáplöntur í miklu úrvali
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
Skógræktarfélag Eyfirðinga
Kjarna ■ Sími 96-24047
41