Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Síða 45
INGÓLFUR JÓHANNSSON
Ræktun skjólbelta
í Öngulsstaðahreppi
INNGANGUR
Öngulsstaðahreppur er austan Eyjafjarðar, frá
Austurhlíð í norðri til Sámsstaða í suðri. Tvær
þverár skipta hreppnum í þrjá hluta. Ysti hlutinn
er nefndur Kaupangssveit, miðhlutinn Staðar-
byggð, en ekkert nafn hefur náð að festast á
syðsta hlutanum.
Mest er stundaður blandaður búskapur, aðal-
lega kúabúskapur, sauðfjárrækt og kartöflurækt.
Allnokkur áhugi er á skjólbeltaræktun og hefur
verið gerð skjólbeltaáætlun fyrir hreppinn, sem
nú er unnið eftir.
I þessari ritgerð er ætlunin að tína til helstu
atriði, sem varða ræktun skjólbelta á öldinni.
Efninu er skipt í fjóra meginflokka, þ. e. sögulegt
ágrip, breytingar á jarðræktarlögum, skipulag
skjólbeltaræktunar og að lokum þankar um fram-
tíðarmöguleika skjólbeltaræktunar í hreppnum.
Stuðst er við munnlegar og prentaðar heimild-
ir, nýjar og gamlar.
SAGA SKJÓLBELTARÆKTUNAR
í ÖNGULSSTAÐAHREPPI
Framan af öldinni er lítið um skjólbeltaræktun
í eiginlegum skilningi. Einna helst var um að
ræða stuttar raðir eða litla lundi til að skýla heim-
ilisgörðum og slíku. Á Arnarhóli í Kaupangssveit
er t. d. fallegt asparbelti, 40-50 m langt, sunnan
við íbúðarhúsið. Þessum öspum var stungið sem
græðlingum, þar sem þær standa nú, árið 1959 og
hafa þær náð um 10 m hæð.l(l)
Við félagsheimilið Freyvang er einnig fallegt
birkibelti, sunnan og vestan við lóðina, og eru
trén í því 4-5 m á hæð, en þessu belti var plantað
rétt fyrir 1960.5)
Árið 1961 fer að örla fyrir áhuga á sameigin-
legu átaki í skjólbeltaræktun. Sama ár kom
hópur áhugamanna um skjólbeltaræktun í Kaup-
ISSfaió
B8ÍK., „jLv; . Æ*h<í?A . 'Av: ■fcL 1 /
Skjólbelti af alaskaösp á Arnarhóli í Kaupangssveit.
Stungið sem grœðlingum 1959. Núna 12 m hátt. Mynd:
Leifur Guðmundsson.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
43