Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Qupperneq 47
Blandað belti, alaskavíðir, viðja og ösp, við Bjarg á Staðarbyggð. Mynd: I.J.
1980, sem nú þegar er farið að þjóna tilgangi
sínum sem skjólgjafi fyrir kartöflugarð.9*
Árið 1985 er svo gerð breyting á j arðræktarlög-
um, sem að mörgu leyti markar tímamót í ræktun
skjólbelta vegna aukinna framlaga til ræktunar.
SKIPULAG SKJÓLBELTARÆKTUNAR
í ÖNGULSSTAÐAHREPPI
Eins og fram hefur komið gerði Jón Rögn-
valdsson áætlun að skjólbeltaræktun í Kaupangs-
sveit árið 1959. Uppdráttur þessi var flestum
gleymdur en fannst fyrir tilviljun síðastliðið
sumar. Samkvæmt lauslegum mælingum hefur
verið plantað um 600 metrum eftir því skipu-
lagi.5)
Gaman væri að vita, hvort þetta sé elsta skjól-
beltaáætlun, sem gerð hafi verið á Islandi.
Tæplega 30 árum seinna, eða árið 1986, hófust
viðræður milli Skógræktarfélags Eyfirðinga,
hreppsnefndar Öngulsstaðahrepps og Búnaðar-
félags Öngulsstaðahrepps, um að koma á skipu-
legri skjólbeltaræktun í Öngulsstaðahreppi.
Seinna bættist svo Búnaðarsamband Eyjafjarðar
í hópinn sem fjórði aðili í þeirri umræðu. Til að
vinna að þessu verkefni voru fengnir Árni Steinar
Jóhannsson og í byrjun Brynjar Skarphéðins-
son.2)
í fundargerðabók framkvæmdanefndar Skóg-
ræktarfélags Eyfirðinga kemur fram, að 12. nóv.
1986 er haldinn fundur, þar sem skjólbeltaáætl-
unin er rædd og lagt fram sýnishorn að grunn-
korti. Á öðrum stað í sömu bók segir m.a.:
„Fundur haldinn 22. janúar um skjólbeltaáætlun
fyrir Öngulsstaðahrepp. Árni Steinar gerði grein
fyrir tillögum að skjólbelta- og skógræktarskipu-
lagi fyrir Öngulsstaðahrepp.“ Sigurður Blöndal,
skógræktarstjóri, var á fundinum og lýsti hann
því yfir, að „áætlunin væri í fullu samræmi við
hugmyndir Skógræktar ríkisins um skjólbelti og
skógræktaráætlun.““l3)
„Fyrsti áfangi, „Staðarbyggð“ frá Þverá í
norðri til Munkaþverár í suðri, var samþykktur af
Skógrækt ríkisins á vordögum 1987.
Annar áfangi norðan Pverár og sunnan Munka-
þverár er nú til vinnslu. Allar bújarðir hreppsins
eru teknar til skipulagningar. Ákvörðuð eru
meginskjólbelti (flest á jarðamörkum); trjá-
lundir innan jarðanna og skógræktarsvæði. í
fyrsta áfanga „Staðarbyggðar“ er áætlunin um 70
km í meginskjólbeltum og 150 hektarar til
bændaskóga.ul)
Eftir þessari áætlun er unnið í dag og vænst er
til, að skipulag fyrir allan hreppinn verði tilbúið
innan tíðar.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
45