Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 56
einkanlega heppilegur til þess að gera mýrarnar
að afbragðs ræktunarlandi.
Basaltið, gjóskan og foksandurinn valda því,
að lífræni hluti jarðvegsins verður virkari fyrir líf-
verur.
LERKIÐ ER FRÁBÆRT
Það er margt að læra af þeim skógræktartil-
raunum, sem íslendingar hafa gert, þar sem
aðstæður í staðarvali eru svo gífurlega erfiðar og
breytilegar.
Það sem mér þótti langmest til koma og áreið-
anlega öllum, sem áhuga hafa á skógi, er það
hvernig sum lerkikvæmi virðast standa af sér öll
þau andviðri, sem ungar trjáplöntur á íslandi
verða að þola.
Eg sá, einkanlega á Austurlandi, mjög hraust
og vöxtulegt lerki á ákaflega skjóllausu landi, þar
sem fokjarðvegurinn gat verið mjög grunnur.
Ótal klettahjallar, sem skaga upp úr landslaginu,
eru svo hrjóstrugir, að maður myndi telja þá
óræktanlega. Að lerkið skuli geta vaxið á slíkum
stöðum er skógvistfræðingi eins og mér gersam-
lega hulin ráðgáta.
Val á kvæmum skiptir auðvitað miklu og í því
efni hafa íslenskir skógræktarmenn komist langt.
En hvað þýðir sýrustig jarðvegsins, gjóskan,
basaltið og úrkoman? Hér bíða mikil verkefni
bæði í hagnýtum rannsóknum og grundvallarrann-
sóknum.
Góður vöxtur lerkisins er vitaskuld Ijósgeisli í
mjög erfiðu og vandasömu verki. En skógræktar-
menn á íslandi verða að vera gæddir geysilegri
þolinmæði. Ég óska þeim alls hins besta!
Sig. Blöndal þýddi.
HÉR ERU NOKKRIR PUNKTAR
UM SUMARLEYFI Á ÍSLANDI
Punktarnir á íslandskortinu merkja Edduhótelin sextán. Viljir þú þægilega gistingu velur
þú Edduhótel. Verðlag er þar sanngjarnt og andrúmsloftið notalegt. Það er ef til víll besti
punkturinn. Edduhótelin eru á þessum stöðum:
x
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
Laugarvatni ML s: 98-61118
Laugarvatni HSL s: 98-61154
Reykholti s: 93-51260
Laugum Dalasýslu s: 93-41265
Reykjum Hrútafirdi s: 95-10004
Laugarbakka V-Hún s: 95-12904
Húnavöllum A-Hún s: 95-24370
Akureyri s: 96-24055
Hrafnagili s: 96-31136
Stórutjörnum s: 96-43221
Eiðum s: 97-13803
Hallormsstað s: 97-11705
Nesjaskóla s: 97-81470
Kirkjubæjarklaustri s: 98-74799
Skógum s: 98-78870
Hvolsvelli s: 98-78187
ifb
FERÐASKRIFSTOFA ÍSLANDS
Skógarhlið 18 101 Rtykjavík Iceland Tel: 354<9> 1-25855 Telcx - 2049 Tclefax: 354 (9 >1-625895
54
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
EB . NÝR DAGUR...SIA