Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 69
PÁLL LÝÐSSON
Skógræktarfélag Árnesinga 50 ára
Á þessu ári eru fimmtíu ár liðin síðan Skóg-
ræktarfélag Árnesinga var stofnað. Hugmyndin
að stofnun þess var endanlega mótuð á aðalfundi
Skógræktarfélags Árnesinga er haldinn var á
Laugarvatni 29. júní það ár. Eðliiegt þótti að
skógræktarfélag væri til í þessu skógamikla hér-
aði og er Hákon Bjarnason hafði viðrað þá hug-
ntynd var samþykkt í einu hljóði að undirbúa
Sitkagreni í Fjaltí á Skeiðum. Greinarhöfundur (t.v.) og
Jón Guðmundsson íFjaltí (t.h.). Mynd: Lýður Pálsson,
1987.
stofnun skógræktarfélags fyrir Árnessýslu. Mikili
áhugamaður um þessa félagsstofnun var Guð-
mundur Marteinsson rafmagnsverkfræðingur og
þegar félagið var stofnað.í Tryggvaskála á Sel-
fossi þann 2. nóvember 1940 var akurinn orðinn
það vel plægður að stofnfélagar urðu 84.
Undirbúningsnefndin, sem Skógræktarfélag
íslands kaus, varð jafnframt fyrsta stjórn félags-
ins. Fyrsti formaður var Jón Ingvarsson vega-
verkstjóri á Selfossi en aðrir í stjórn voru Einar
Pálsson bankaútibússtjóri, gjaldkeri, Vern-
harður Jónsson verslunarmaður á Selfossi, ritari,
Guðmundur Ólafsson kennari á Laugarvatni og
Helgi Kjartansson bóndi í Hvammi í Hruna-
mannahreppi, meðstjórnendur.
Strax eftir áramótin var farið að undirbúa verk-
efnin. Skammt austan við Selfoss er skógarreitur
við Flóaveginn sem Magnús Torfason sýslu-
maður lagði undirstöðu að 1939 er hann gaf
KaupfélagiÁrnesinga3.000 kr. fjárhæðárið 1939
til að planta þar skógi. Pennan reit tók Skógrækt-
arfélag Árnesinga að sér og mun Hákon Bjarna-
son m. a. hafa plantað þar út en best sá um reitinn
Sigurður Eyjólfsson skólastjóri á Selfossi sem
vann þar með skólabörnum á vori hverju nokkra
hríð. En árið 1940 kom GuðmundurMarteinsson
fram með þá tillögu að minnast Tryggva Gunn-
arssonar með því að gera trjágarð á Selfossi er
bæri nafn hans. Það er Tryggvagarður á Selfossi
er stendur við Austurveg í hjarta bæjarins.
Undirbúningur þessa verks hófst 1941 en árið
1942 var fyrst gróðursett þar. Tryggvagarður varð
mesta verkefni félagsins næsta áratug og brátt var
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
67