Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 71
Stafafura og sitkagreni í Reykholti í Biskupstungum.
Mynd: Sig. Blöndal, 26-04-85.
farið að selja plöntur úr garðinum sem gaf félag-
inu töluverðan arð.
Er Jón Ingvarsson lét af formennsku rétt fyrir
1950 varð Ólafur Jónsson í Hlöðum formaður og
skömmu síðar komu í stjórnina þeir Sigurður
Eyjólfsson skólastjóri og Sigurður Ingi Sigurðs-
son skrifstofustjóri Mjólkurbús Flóamanna.
Einar Pálsson varð áfram gjaldkeri til ársins 1967
og Helgi Kjartansson sat einnig í stjórn til 1966.
Þessi stjórn lyfti því grettistaki árið 1954 að
kaupa jörðina Snæfoksstaði í Grímsnesi og hefja
þar síðan miklar framkvæmdir, bæði með girð-
ingu umhverfis jörðina og friðun alls skóglendis
sem þar var fyrir. Kaupverð jarðarinnar var 110
þúsund krónur sem var gott verð á þeirri tíð, en
Landgræðslusjóður lánaði 80 þúsund kr. og víxil
fékk félagið í Landsbanka íslands á Selfossi.
Greiddist vel úr þeim lánurn því þessi 900 ha jörð
var einnig mikil hlunnindajörð og hafði félagið
brátt nokkurn arð af laxveiði og sölu á bruna til
vegagerðar.
Þann 14. apríl 1951 kom stjórn Skógræktarfé-
lagsins á fundi með ungmennafélögunum í Ar-
nessýslu og áhugamönnum úr héraðinu þar sem
ákveðið var að breyta félaginu í deildaskipt hér-
aðsskógræktarfélag. Óbreytt varð stjórnin áfram
en nú komu öll ungmennafélögin með félags-
menn sína inn svo brátt nálgaðist félagatalan þús-
undið. Þetta varð líka upphafið að mikilli skóg-
ræktaröldu. Ungmennafélögin, þau sem ekki
höfðu löngu fyrr gert slíkt, komu upp reitum,
einum eða tveimur í hverri sveit, en sums staðar
risu upp sjálfstæð skógræktarfélög innan sveitar.
Miklu var plantað út á næstu árum og ein sveitin,
Skeiðahreppur, kom upp 14 reitum heima hjá
bændunum sjálfum en hafði ekki sjálfstæðan
félagsreit. Reitirnir um alla sýslu döfnuðu misvel.
Þeir voru nefndir í skopi „frímerkin", en hin
skemmtilega og alvarlega niðurstaða varð hins
vegar sú að margir þessir reitir döfnuðu mjög vel
- í sumum fór reyndar á annan veg, en nú má telj a
þessa reiti hina bestu tilraunareiti eftir nær 40 ára
samfellda-eða misjafna-gróðursetningu í harla
margbreytilegu landi.
Upp úr 1960 verður nokkurt dok í starfsemi
félagsins. Félagsmenn höfðu þá um sinn plantað
meira af dugnaði en forsjá og varð mönnum nú
Ijóst að betra var að fara hægara í sakirnar og
vænta þá frekar árangurs með hverri niðursettri
plöntu. Erfitt varð það félaginu að miklu hafði
verið plantað af norskri skógarfuru, sem komst
þokkalega á veg en dó svo mestöll. Páskahretið
1963 setti og strik í reikninginn og telur Ólafur
Jónsson að félagið hafi heldur ekki borið sitt barr
lengi á eftir. Gróðursett var þó jafnt og þétt á
Snæfoksstöðum. Þar var fyrstu árin, 1956 til
1958, komið á svokölluðum „skógræktardegi“ og
hópuðust þangað á sunnudegi ungmennafélagar
og skógræktarfólk úr öllu héraðinu. En um
kvöldið var svo dansleikur í Selfossbíói. Enn
betri raun gaf samningur er gerður var til 99 ára
við Selfosshrepp um að hann tæki að sér visst
svæði á Snæfoksstöðum til skógræktar. Fólk úr
unglingavinnunni á Selfossi var þar svo næstu 12
árin og skógarreiturinn í Skógarhlíðinni og við
Nautavakir við Hvítá er órækur vitnisburður um
árangurinn. Þar er nú skógarlundur með 7-8
metra háum trjám en einnig er góður vöxtur í
fyrstu girðingu félagsins, við Kolgrafarhól.
Það varð skógræktarstarfi í Árnessýslu til mik-
ils happs að Garðar Jónsson skógarvörður á
Tumastöðum settist að á Selfossi 1963 og tók um
leið að sér framkvæmdastjórastörf fyrir Skóg-
ræktarfélag Árnesinga. Nýr maður, Snorri Árna-
son lögfræðingur á Selfossi, kom inn í stjórnina
1961 er Sigurður Eyjólfsson fór til Reykjavíkur.
Stefán Jasonarson, bóndi í Vorsabæ, tók við af
Helga Kjartanssyni 1966 og Óskar Þór Sigurðs-
son, skólastjóri á Selfossi, tók við af Einari Páls-
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
69