Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 71

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 71
Stafafura og sitkagreni í Reykholti í Biskupstungum. Mynd: Sig. Blöndal, 26-04-85. farið að selja plöntur úr garðinum sem gaf félag- inu töluverðan arð. Er Jón Ingvarsson lét af formennsku rétt fyrir 1950 varð Ólafur Jónsson í Hlöðum formaður og skömmu síðar komu í stjórnina þeir Sigurður Eyjólfsson skólastjóri og Sigurður Ingi Sigurðs- son skrifstofustjóri Mjólkurbús Flóamanna. Einar Pálsson varð áfram gjaldkeri til ársins 1967 og Helgi Kjartansson sat einnig í stjórn til 1966. Þessi stjórn lyfti því grettistaki árið 1954 að kaupa jörðina Snæfoksstaði í Grímsnesi og hefja þar síðan miklar framkvæmdir, bæði með girð- ingu umhverfis jörðina og friðun alls skóglendis sem þar var fyrir. Kaupverð jarðarinnar var 110 þúsund krónur sem var gott verð á þeirri tíð, en Landgræðslusjóður lánaði 80 þúsund kr. og víxil fékk félagið í Landsbanka íslands á Selfossi. Greiddist vel úr þeim lánurn því þessi 900 ha jörð var einnig mikil hlunnindajörð og hafði félagið brátt nokkurn arð af laxveiði og sölu á bruna til vegagerðar. Þann 14. apríl 1951 kom stjórn Skógræktarfé- lagsins á fundi með ungmennafélögunum í Ar- nessýslu og áhugamönnum úr héraðinu þar sem ákveðið var að breyta félaginu í deildaskipt hér- aðsskógræktarfélag. Óbreytt varð stjórnin áfram en nú komu öll ungmennafélögin með félags- menn sína inn svo brátt nálgaðist félagatalan þús- undið. Þetta varð líka upphafið að mikilli skóg- ræktaröldu. Ungmennafélögin, þau sem ekki höfðu löngu fyrr gert slíkt, komu upp reitum, einum eða tveimur í hverri sveit, en sums staðar risu upp sjálfstæð skógræktarfélög innan sveitar. Miklu var plantað út á næstu árum og ein sveitin, Skeiðahreppur, kom upp 14 reitum heima hjá bændunum sjálfum en hafði ekki sjálfstæðan félagsreit. Reitirnir um alla sýslu döfnuðu misvel. Þeir voru nefndir í skopi „frímerkin", en hin skemmtilega og alvarlega niðurstaða varð hins vegar sú að margir þessir reitir döfnuðu mjög vel - í sumum fór reyndar á annan veg, en nú má telj a þessa reiti hina bestu tilraunareiti eftir nær 40 ára samfellda-eða misjafna-gróðursetningu í harla margbreytilegu landi. Upp úr 1960 verður nokkurt dok í starfsemi félagsins. Félagsmenn höfðu þá um sinn plantað meira af dugnaði en forsjá og varð mönnum nú Ijóst að betra var að fara hægara í sakirnar og vænta þá frekar árangurs með hverri niðursettri plöntu. Erfitt varð það félaginu að miklu hafði verið plantað af norskri skógarfuru, sem komst þokkalega á veg en dó svo mestöll. Páskahretið 1963 setti og strik í reikninginn og telur Ólafur Jónsson að félagið hafi heldur ekki borið sitt barr lengi á eftir. Gróðursett var þó jafnt og þétt á Snæfoksstöðum. Þar var fyrstu árin, 1956 til 1958, komið á svokölluðum „skógræktardegi“ og hópuðust þangað á sunnudegi ungmennafélagar og skógræktarfólk úr öllu héraðinu. En um kvöldið var svo dansleikur í Selfossbíói. Enn betri raun gaf samningur er gerður var til 99 ára við Selfosshrepp um að hann tæki að sér visst svæði á Snæfoksstöðum til skógræktar. Fólk úr unglingavinnunni á Selfossi var þar svo næstu 12 árin og skógarreiturinn í Skógarhlíðinni og við Nautavakir við Hvítá er órækur vitnisburður um árangurinn. Þar er nú skógarlundur með 7-8 metra háum trjám en einnig er góður vöxtur í fyrstu girðingu félagsins, við Kolgrafarhól. Það varð skógræktarstarfi í Árnessýslu til mik- ils happs að Garðar Jónsson skógarvörður á Tumastöðum settist að á Selfossi 1963 og tók um leið að sér framkvæmdastjórastörf fyrir Skóg- ræktarfélag Árnesinga. Nýr maður, Snorri Árna- son lögfræðingur á Selfossi, kom inn í stjórnina 1961 er Sigurður Eyjólfsson fór til Reykjavíkur. Stefán Jasonarson, bóndi í Vorsabæ, tók við af Helga Kjartanssyni 1966 og Óskar Þór Sigurðs- son, skólastjóri á Selfossi, tók við af Einari Páls- ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.