Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Qupperneq 76
Hér verður litið nánar á orðin víði, lauf, hrís og
kjarr og hvar þau koma fyrir í bæjanöfnum og
öðrum örnefnum.
Víðirinn kemur víða við sögu í örnefnum allt
frá landnámi, t.d. Víðimýri. Pó getur lýsingar-
orðið ví'ðnrverið í sumum nöfnum, formlega séð,
t.d. Víðidalur, þó að fremur litlar líkur séu á því
að sú merking sé þar til staðar. Áður voru þessi
nöfn oft með -r- eins og t.d. Víðirhóll, vegna beyg-
ingar orðsins á seinni öldum, og enn eru sum
þeirra borin fram þannig. Ekki hafa þó öll nöfn
með víði- fengið myndina víðir- í heimildum, þó
að um trjátegundina sé að ræða.
Greinilegt er að víði-nöfnin eru dreifð um
mestan hluta landsins nema um Suðurland. Lauf-
nöfnin eru aftur á móti tíðust á Suðurlandi en nær
óþekkt á Austfjörðum og um norðvesturhluta
landsins. Þar sem lauf kemur fyrir í örnefnum,
t.d. Laufskálavarða á Mýrdalssandi (Laufskálar
að fornu), hefur verið átt við víðilauf. (Sbr.
Sigurður Björnsson á Kvískerjum, Dynskógar4,
272-273). Steindór Steindorsson telur í riti sínu,
„Gróið land á íslandi til forna“ (í handriti), að
Laufa-nöfnin á afrétti Rangæinga séu aðallega
dregin af loðvíði, sem hafi verið drottnandi teg-
und þar. [3].
Hrís-nöfn koma fyrir í Landnámu, s.s. Hrísey
á Eyjafirði og Hrísateigur í Eyjafirði. (Margeir
Jónsson: Vitazgjafi og Hrísateigur. Árbók Forn-
leifafélagsins 1937-39, 77.) En ntun fleiri hrís-
nöfn eru til meðal bæjanafna. Hrís getur bæði átt
við smávaxið birkikjarr og fjalldrapa, og verður
ekki greint á milli merkinga í nöfnunum. Þau eru
algengust um vestanvert landið, einkum í Borg-
arfirði, á Mýrum og í kringum Breiðafjörð, einnig
um mitt Norðurland.
Orðið kjarr kemur óvíða fyrir í örnefnum, en
elst þeirra í heimildum eru Kjör og Kjarradalur í
Mýrasýslu (Reykholtsmáldagi og Landnáma).
Kjarr getur átt við lágvaxinn trjágróður yfirleitt,
74
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990